4.3.2007 | 22:43
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið
Þetta hefur tekið tímann sinn að komast á koppinn svo ekki sé meira sagt og er reyndar ekki fram á sjónarsviðið skriðið enn.
Ég heyrði ekki betur en Ómar vænti hálfgerðrar breiðfylkingar frá Frjálslynda flokknum í sjónvarpsfréttunum á RÚV í kvöld. Síðan á að hirða þessa "hægri grænu" af sjálfstæðisflokknum en ekki taka neitt frá Vinstri Grænum, því þeir eru svo heilir í sinni meiningu. Já já, allt í lagi Ómar, þeir eru alveg heilir á sínu.
Þrátt fyrir þessi orð held ég að framboð Ómars, Margrétar og Jakobs Frímanns taki helst frá Frjálslynda flokknum, eins og Ómar segir þó svo að ég búist ekki við að um einhverja breiðfylkingu sé að ræða þar. Í framhaldi af því tel ég svo að eitthvað taki þeir frá Sjálfstæðisflokknum þó svo að það verði minna en margur heldur, kannski helst í Skagafirði? Ég sá ekki betur en það glitti í Baltasar Kormák þarna á meðal manna á bakvið Ómar. Og síðast og ekki síst, held ég að það flísist svolítið frá VG yfir á þetta nýja framboð vegna nýjustu stefnumörkunar á þeim bænum. Og svo gleymdi maður að minnast á það fylgi, sem fer frá Samfylkingunni til þeirra. Biðst afsökunar á því, það verður eitthvað en minna en margur hyggur að mínu mati. Þetta var ekki viljandi, maður er eiginlega farinn að gleyma Sf. þessa dagana.
Hið pólitíska landslag er að verða bara nokkuð fjölbreytilegt þó svo að það gefi nú ekki endilega miklar væntingar um leiksviðið eftir 12. maí í vor.
Margrét, Ómar og Jakob Frímann saman í framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.