3.3.2007 | 12:34
Gefandi hópastarf
Nú hefur maður lokið hópavinnu á flokksþinginu eftir langa og stranga vinnu. Eins og venjulega átti ég ákaflega erfitt með að velja mig inn í hóp þar sem ég hef auðvitað áhuga á öllu og skoðanir á öllu mögulegu. En það er önnur saga svo sem.
Ég valdi mér að starfa í hóp, sem fjallaði um utanríkis- og umhverfismál. Kom sjálfum mér auðvitað svolítið á óvart með þessu vali og að hafa ekki valið mér hóp atvinnu-,mennta- og byggðamála. Ekki það að bekkurinn þar var ágætlega skipaður þó ég væri ekki til staðar.
Þetta er eitt það skemmtilegasta við þátttöku í pólitísku starfi að því að mér finnst. Að sitja og fara yfir sviðið, hlusta á hugmyndir annarra um leiðir og útfærslur hluta. Rökræða og setja fram sínar skoðanir og allt saman á jafnréttisgrundvelli. Ákaflega gefandi og skemmtilegt og ég ætla að leyfa mér að halda því fram að mörgum hljóti að finnast það sama, hvaða flokki sem þeir eru í.
Við gáfum okkur góðan tíma til umfjöllunar þessara mála, eins og vera ber og leystum úr læðingi afurð í formi góðra ályktana, sem nú fá umfjöllun flokksþingsins í heild sinni. Margt áhugavert var til umfjöllunar eins og gefur að skilja en ég mun á næstunni tína hér inn í rólegheitunum svona helstu ályktanirnar að mínu mati.
Það held ég.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála það skapast alltaf góð stemning í svona málefna umræðum. Og gott að heyra hvað aðrir eru að hugsa og pæla. Mér finnst afskaplega gaman að taka þátt í svona uppákomum á Landsfundum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2007 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.