Ofnotkun orðatiltækis

Ég er aðeins búinn að vera að brimbretta (e. surf) netið núna seinasta hálftímann eða svo og ég er eiginlega kominn með nóg af frasanum "korteri fyrir kosningar", ég verð að segja það. Ég hélt að Spaugstofan hefði algjörlega tekið fyrir þetta með sínu innskoti varðandi frasana um daginn.  Ég fer þess vinsamlegast á leit við netverja að þeir sýni aukna hugmyndaauðgi og geti af sér annars lags orðalag vilji þeir skrýða pistla sína með þeirri hugsun, sem þeir vilja koma á framfæri með notkun þess. Meir að segja Ómar notar þetta, svei mér þá. Eins og við vitum öll þá á íslenskan orð yfir allt sem í heiminum er hugsað og oftar en ekki fleiri en eitt og fleiri en tvö.

En umfram allt skulum við brosa, ég held það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hvernig væri að nota 'að brima á netinu'? Eða bruna á netinu, brima netið? Bara hugmynd.

Svava frá Strandbergi , 2.3.2007 kl. 23:46

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Já, þetta eru vel frambærilega hugmyndir, líst vel á.

Ragnar Bjarnason, 3.3.2007 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband