Ísland í dag

Jæja, nú er maður orðinn sjónvarpsstjarna. Haldið þið ekki að ég hafi lent í viðtali hjá þættinum Ísland í dag hjá NFS eða Stöð 2 eða 365 (hreinlega veit ekki hvað ég á að segja um það) núna rétt áðan. Umfjöllunarefnið var auðvitað flokksþing okkar og auðvitað þurfti að spyrja mig um eina af þeim tillögum sem ég átti eftir að grandskoða og mynda mér endanlega skoðun. Frábært. En endilega reynið að sjá þetta og segið hvað ykkur finnst. Það merkilega í þessu finnst mér svo auðvitað vera að ég næ ekki útsendingum Stöðvar 2 sjálfur, kom því þó ekki inn í viðtalið heldur sagði það við Þóru eftir á. Annars hljóta þau að klippa þetta ákaflega vel til því ég malaði eins og köttur út í það óendanlega. Kemur á óvart? Hjá sumum að minnsta kosti.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband