Áhugaverður fundur

Nú í morgun sat ég, í aðdraganda flokksþings okkar framsóknarmanna, morgunverðarfund LFK um greiningardeild og leyniþjónustu sem bar yfirskriftina "er leyniþjónusta æskileg á Íslandi?". Erindi fluttu Sigríður Björk Guðjónsdóttir, aðstoðarríkislögreglustjóri og Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og lögfræðingur.

Sigríður fór vel yfir málið í sínu erindi og skýrði vel greinimörk leyniþjónustu og greiningardeildar og hver væri alþjóðleg staða Íslands varðandi þessi málefni. Jónína fór síðan yfir ýmis lögformleg atriði sem og pólitísk.

Eftir að hafa hlýtt á erindi þeirra og umræður í framhaldinu verð ég að segja að ég tel það rétt sem Jónína hafði meðal annars fram að færa að það þarf að fara fram pólitísk umræða um hvaða stefnu Íslendingar eigi að taka í þessum málum. Pólitísk umræða sem á að miða að því að breið sátt náist um útfærslu þessara hluta til að staða okkar í alþjóðlegu samstarfi sé trygg.

Ég held það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Eftir brotthvarf bandariska hersins er komin upp gjörbreytt staða í öryggis- og varnarmálum. Sem sjálfstæð og fullvalda þjóð er nú ábyrgðin alfarið komin á
okkar hendi.  Greiningardeild eða leyniþjónusta er bara sjálfsagður hlutur til
að byggja upp innra-sem ytra öryggi ríkisins og geta verið í samskiptum við okkar
helstu nágranna og vinarþjóðir á jafnræðisgrundvelli í öryggis- og varnarmálum.
Því á Framsóknarflokkurinn að vera opinn fyrir öllu slíku og styðja  slíka hluti, gagnstætt vinstrisinnuðum róttæklinum í Vinstri-grænum sem vilja gera Ísland eina ríkið í heiminum berskjaldað og varnarlaust.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.3.2007 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband