Ég líka

Kemur ekkert sérstaklega á óvart svo sem, hvorki frávísunarkrafan né niðurstaða þessarar skoðanakönnunar. Ég veit allavega að við höfum ákveðið að hætta viðskiptum við okkar olíufélag og færa þau viðskipti til til Orkunnar. Samt sem áður er það nú ekkert einfalt mál þar sem um 65km eru í næstu afgreiðslustöð þeirra frá okkur. Og síðan þarf maður að láta smyrja bílinn og svona og þá skiptir maður óbeint við einhver þessara þriggja félaga. Bara að það væri hægt að gera það að raunverulegum valkosti að hætta viðskiptum við þá sem haga sér á þennan hátt ..... og komast síðan upp með það.

 


mbl.is Mikil óánægja með frávísun í máli forstjóra olíufélaganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara einn maður sem hefur þurft að gjalda þessa máls.

Þórólfur Árnason. Sjallarnir voru hræddir við hann

seh (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 00:12

2 identicon

Hehe.  Þú getur sparað þér þessa 65 kílómetra á Orku-bensínstöð.  Eftir því sem mér hefur skilist er Orkan í eigu Skeljungs og þú ert þar með að versla við þann sem hefur trúlega haft sig mest í frammi í samráðinu.  Félagið hefur því það sama upp úr þér því að bíllinn þinn eyðir um 13 lítrum af bensíni fyrir ferð fram og til baka á bensínstöðina.  Ég held að Atlantsolía sé eina olíufélagið sem ekki tengist samráðinu, trúlega vegna þess að það félag var ekki til þegar samráðið stóð yfir.  En þeir hegða sér eins og hin olíufélögin og hanga niður undir botni verðanna sem hinir ákveða en eru aldrei ódýrari, hvað sem líður gengi og heimsmarkaðsverði, þótt þeir selji bara bensín á helstu þéttbýlisstöðunum og ættu því að geta verið ódýrari.

Hreiðar (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 00:31

3 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Sammála þér Ragnar.  Það virðist skipta máli hvort í hlut eiga Jón eða séra Jón. Hver á að bera ábyrð annar en stjórnendur fyrirtækjana, sem stóðu að þessu ólöglega samráði.  Rétt hjá SEH að eini maðurinn sem hefur þurft að sæta ábyrgð er Þórólfur Árnason.

Egill Rúnar Sigurðsson, 2.3.2007 kl. 01:27

4 identicon

Á ekki Skeljungur Orkuna? Eina félagið utan hringsins er Atlantsolía.

vestanvindur (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 01:45

5 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Skv. frávísunarkröfu verður að álykta sem svo að olíuforstjórarnir hafi verið undirtátar einhverrra? Enda samráð og ákvarðanatökur þar að lútandi ekki á þeirra hendi en þá hefðu þeir ekki átt að vera á forstjóralaunum --- heldur hinir --- Fólk er yfirhöfuð ekki fifl!

Vilborg Eggertsdóttir, 2.3.2007 kl. 01:52

6 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Takk fyrir innleggin. Ég get tekið undir þetta með Þórólf. Ég er því miður það fávís að vita ekki um eignarhald Orkunnar en ef svona er um hlutina farið hef ég því miður enga aðra kosti hér út um dreifðu byggðir landsins. Ætli maður verði ekki að stofna olíufélag hreinlega. Gott innleg Vilborg.

Ragnar Bjarnason, 2.3.2007 kl. 12:07

7 identicon

Júmm, Skeljungur á Orkuna. Olís á ÓB og Essó á egó. Þ.a. það er bara atlantsolía sem er spillingarfrí bensínstöð

Óli Palli (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband