1.3.2007 | 00:32
Styrkjum varið vel
Úthlutun þessara styrkja er til eftirbreytni. Það eina sem maður hefði viljað sjá öðruvísi er að þeir hefðu verið hærri hver og einn. Við Íslendingar erum svona frekar vanþróuð þjóð hvað varðar styrkjakerfi til náms, þó hefur þátttaka okkarí Evrópusamstarfi heldur komið okkur fram veginn hvað það varðar. Þar erum við frekar þyggjendur en gefendur ef eitthvað er reyndar.
Það er gott og blessað að styrkja þá sem standa sig vel á einkunnaskalanum en að mínu viti má einnig gera mun betur í þessum efnum við þá einstaklinga sem höllum fæti standa fjárhagslega en sýna baráttu til náms.
Vel gert, en meira svona lagað og hærri upphæðir í hvern styrk.
Verkakonur, einstæðar mæður og ungmenni af erlendum uppruna hljóta hvatingarstyrki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála, þetta er rétti andinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2007 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.