Netlöggan og fleira hjá VG

Ekki ætla ég mér að setja hér neitt fram varðandi þær ályktanir, sem voru samþykktar á landsfundi VG um helgina, sem og orð Steingríms J. í Egilssilfrinu í framhaldi þess. Þetta hefur allt saman fengið ákaflega mikla umfjöllun hér á blogginu og sjálfsagt víðar. Ég ætla hins vegar að reyna að lesa í áhrif alls þessa og kannski hvert framhaldið verður í framhaldinu.

Eftir að hafa farið víða um bloggið seinustu daga og séð heilmikið af þessari umfjöllun dettur mér í hug gömul saga síðan á níunda áratugnum og er annað hvort úr kosningabaráttunni fyrir Alþingiskosningarnar ´83 eða ´87 (´87 held ég, fletti því upp seinna og set í athugasemdir). Söguna er að hafa frá Steingrími Hermannssyni fyrrverandi forsætisráðherra og er af Sighvati Björgvinssyni við annan mann. Þeir halda í kosningaferðalag um gamla Vestfjarðakjördæmi og hefja leikinn á bæ einum og stansa lengi og rökræða við bónda sem hafði ákaflega gaman af. Bær þessi var svo þegar upp var staðið ekki einu sinni í kjördæminu heldur byrjaði það ekki fyrr en á næsta bæ. Steingrímur sagðist iðulega hafa sagt þessa sögu á kosningafundum í framhaldinu og Sighvatur hefði alltaf eytt miklum tíma í að útskýra málin.

Mér þykir þessi VG umræða svipa til þessa. Ákveðnir hlutir voru settir fram og sagðir og það verður að segjast eins og er að þeir voru nú til þess fallnir að vera teknir fyrir og slegið fram á þann hátt sem gert hefur verið af mörgum andstæðingum VG. Þá logar allt af hálfu VG liða (næstum eins og rauðliðiWink) og ákaflega mikið púður fer í að útskýra hvað átt var við og hvernig hlutirnir eigi að virka. Mikið er skrifað um málin og maður les frekar mikinn pirring út úr hlutunum víða, ekki alls staðar, en víða. Í því sambandi bendi ég til dæmis á þetta.

Þegar svo upp er staðið þá er skaðinn orðinn að veruleika við þetta í heild sinni. Andstæðingum VG hefur tekist að búa til andrúmsloft þar sem VG þurfti að spila vörn, alvöru vörn, í fyrsta sinn næstum því í sögu flokksins. Og það munar um það. Ég held að kjósendur, sem voru á báðum áttum og voru virkilega óákveðnir fyrir komandi kosningar, hafi við allt þetta fár snúist upp í það að VG sé ekki kostur fyrir þá.

Ég held það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli megi tala um vindhögg aldarinnar ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2007 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband