28.2.2007 | 00:20
Velferð starfsfólks
Samningur þessi vekur áhuga minn alveg sérstaklega verð ég að segja. Það að gera svona heildstæðan samning um aðgang starfsfólks að sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum er algjör nýlunda hér á landi. Þó ekki sé um að ræða ótakmarkaðan aðgang (held að um sé að ræða 6 tíma á hvern starfsmann yfir árið) þá hlýtur þetta að verða til þess að starfsfólki líði betur á vinnustaðnum og verði þannig ánægðara í starfi sínu. Fyrirtækið sér hag sinn í því að hafa starfsfólkið á þeim nótunum og þó að þetta kosti fyrirtækið einhver fjárútlát ætti það að skila sér í sparnaði, sem annars kæmi fram í fjarvistum starfsfólks frá vinnustað. Fjarvistir starfsfólks er nefnilega hægðarleikur að reikna til mikilla peninga því þá er hætta á að verkferlar gangi ekki sem skildi.
Þetta er næsta skref í mannauðsstjórnun stærri fyrirtækja svo er bara spurningin hvort og þá hvenær stærri vinnuveitendur í landinu stígi þetta skref líkt og Alcoa Fjarðaál hefur gert. Það væri gaman að sjá rannsókn á því hvernig þetta skilar sér til bæði starfsfólks og fyrirtækis. Það hljóta að vera til staðar þess lags rannsóknir erlendis frá en maður hefði áhuga á að sjá hvernig þetta kemur út hér á landi.
Nú leggst maður í upplýsingaöflun.
Samið um velferðarþjónustu fyrir starfsmenn Alcoa Fjarðaáls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.