Til móður minnar

Ég ákvað að setja þetta hér inn fyrir þá sem hafa áhuga á og vilja lesa. Ég skrifaði þetta til móður minnar fyrir nokkrum misserum síðan þegar ég var að velta fyrir mér mikilvægi margra, sem berast ekki á og vinna þögult en umfram allt mikilvægt og farsælt starf. Hún á þetta skilið og miklu meira til.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þessar mömmur.  Ég er búin að missa mína.  En ég samdi til hennar ljóð.

Mamma.

 

Hve endanlegt síðasta andvarp þitt var,

hve fjarlægist ímyndin þín.

Að vita ekki leið þína burtu og hvar

þú heldur þig kjölfestan mín.

 

Heilög var sorgin í hjartanu – þú

helgaðir minning um son.

sem hrifinn var burt frá þér, smábarn, en nú

er sameining ykkar mín von. 

 

Þitt hljóðláta fas, þinn hlátur og þrek,

í hug mínum aðeins nú skín.

Þinn stuðning við áttum við bernskunnar brek,

og best var að leita til þín.

 

Þú varst okkar klettur í hafinu – keik

og hjá þér við átt höfum skjól,

Í brotsjóum lífsins, í barátt´ og leik,

björt varstu lífs okkar sól.

 

Nú horfin þú ert og við sitjum hér hrygg

Og husandi hvert fyrir sig.

Við elskum þig mamma sem trú varst og trygg

Og trúum að Guð geymi þig. 

 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband