23.2.2007 | 14:50
Hafa þeir ekki alltaf verið mát?
Ég taldi mig vita að eða hélt alltaf að dýralæknar væru einmitt mát í því stríði að geta unnið gegn riðuveikinni á grundvelli þekkingar. Hefur ekki einmitt alla tíð vantað þekkingu eða staðreyndir í þessi mál og því hefur baráttan byggst á líkindum miðað við þær rannsóknir sem liggja fyrir og kannski þess vegna hafi verið tekin sú stefna að beita aðferðum, sem notaðar voru í baráttu við fyrri tíma sauðfjársjúkdóma eins og t.d. mæðuveikinni. Eldri menn hafa reyndar sagt mér að riðuveiki hafi verið að finna í eldri fjárstofnum fyrir mæðuveikisniðurskurð og þá hafi sýnilega sýktar ær hreinlega verið skornar en töldu sig sjá arfgengi í sjúkdómnum. Þeir töldu einnig að riðuveikin hefði á einhvern hátt breyst í háttalagi eftir það.
Er þetta ekki þungamiðjan í þessum málum, menn hafa aldrei náð almennilegri þekkingu á þessum sjúkdómi, sérstaklega ekki smitleiðum og þess vegna næst ekki endanlegur árangur?
Dýralæknar mát vegna nýs riðutilfellis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.