Forgangsröðun sveitarfélaga

Ákaflega fannst mér merkilegt orðalag Þorgerðar Katrínar í hádegisfréttum þegar hún sagði "sveitarfélögin verða að forgangsraða í þágu menntunar". Gott og vel. Á þá að draga úr einhverjum lögboðnum hlutverkum sveitarfélaganna í þágu þessarar forgangsröðunar? Og þá í framhaldinu, hvaða hlutverkum? Hluti þessa vanda er að sveitarfélögin vantar fjármagn til að hækka laun kennara. En eins og ég hef áður skrifað þá er það ekki lausn vandans eitt og sér.

Og annað í framhaldi af þessu. Þessi deila kemur ríkisstjórn við, menntamál koma öllum við!

Látum sveitarfélögin fá hlutdeild í fjármagnstekjuskatti eins og þau eiga í raun og veru rétt á samkvæmt hugsun skattalaga (a.m.k. að hluta).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Það er mun eðlilegra að sveitarfélög fái hlutdeild í vsk-inum og skattlagningu þeirra fyrirtækja sem eru staðsett í sveitarfélaginu.  Breyta þarf skiptingunni á milli ríkis og sveitarfélaga (í dag 70/30 og snúa þessu við eða jafna meira).  Það er rétt að sveitarfélög þurfa pening til að hækka laun kennara, en ég skil ekki af hverju þau rök sem grunnskólakennarar eru með um að laun leikskólakennara hafi hækkað svo mikið og því verði þeir að fái meiri hækkun en var almennt.  Mér finnst mjög eðlilegt að reynt verði að jafna kjör leikskólakennara svo þau verði sambærileg launum grunnskólakennara. Leikskólar eru fyrsta skólastigið.

Svo þarf menntamálaráðuneytið að fara gefa e-hv í skólamálum, hætta að dæla endalaust út nýjum og nýjum námskrám og samræmdum prófum sem leiðir til þess að sveitarfélög hafa mjög lítið svigrúm til að þróa sitt eigið skólastarf og -stefnur.  Skilst t.d. að starfsmönnum í ráðuneytinu hafi ekkert fækkað þrátt fyrir að skólarnir fóru yfir til sveitarfélaganna.

kv. Eygló 

Eygló Þóra Harðardóttir, 15.2.2007 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband