Hvað er hægt að sökkva djúpt ?

Málflutingingur liðsmanna Frjálslynda flokksins sýnir það svo ekki verður um villst að málefnastaða þeirra er í raun og veru í mínus stöðu. Þeir hafa ekkert, nákvæmlega ekkert fram að færa til nokkurs. Það eina sem þeir gera er að sökkva sjálfum sér dýpra og dýpra. Í þeim málum eru þeir reyndar hver öðrum fremri, það verður að segjast alveg eins og er. Guðjón Arnar sjálfur er skástur í þessu en ég minnist hans reyndar alltaf vegna rangra útreikninga varðandi eigið kosningaloforð í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum.

Rangfærslur, útúrsnúningar og persónulegur níðingsskapur verða líklegast minning manns um þennan flokk.

Kannski maður bíði samt aðeins og sjái hvað Kristinn H. getur gert fyrir þá. Finnst reyndar líklegt svona þegar maður minnist á hann að stöðumat hans hafi verið á þann veg að ekki væri fýsilegt að fara í sérframboð og þá væri þessi leikur sterkastur í stöðunni. Ekki viss um að það komi til með að gera honum gott. Ég hef heyrt í einhverjum sem studdu hann og þeir sögðu að nú hefði hann gert þeim ómögulegt að kjósa hann í vor.

Ætli Það sé nokkur von til að Sæunn fái einhverja afsökunarbeiðni eftir þessa atlögu? Held ekki þó að þá væru menn að meiri fyrir vikið. Og Sæunn bítur þetta áreiðanlega af sér.


mbl.is Tekist á um hryðjuverkamenn á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágæti Ragnar.  Eflaust má deila um skilgreininguna á hryðjuverkamönnum en þó er eitt ljóst í mínum huga,  að Framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir hryðjuverkum um árabil gegn íslensku þjóðinni.  Þar má nefna álæðið sem hefur heltekið flokkinn með Áldór og Álgerði í broddi fylkingar, en þau hafa lagst svo lágt að reyna að lokka "heimsins versta fyrirtæki" (Rio Tinto) til landsins með loforðum um ótrúleg afsláttarkjör og svo hafið þið haft forgöngu  um að leggja sjávarþorpin í rúst með gjafakvótanum sem gerði nokkra útvalda íslendinga að millum á kostnað almúgans.  Þetta, er að áliti heilbrigs fólks, kallað að stela þjóðarauðnum.  Hví kastið þið steinum sem búið í glerhúsi?  Sivert

Sigurður S. (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 14:19

2 identicon

Drenger!

Eru þið ekki að grínast?

Hvað á svona umræða að þíða á hinu háttvirta Alþingi Íslands.

Það er eitt að einhver nenni að hefja þvílíka umræðu, en hitt að einhver skuli taka upp á því að svara svona lögðuðu, og í þokkabót fara fram á það að einhver biðji Alþingi afsökun á sínum ummælum!

Er ekki tími til kominn að Alþingismenn og konur, taki upp mál sem þjóðina og þjóðarhag varða, varði leiðina sem lýðveldið skal ganga inn í framtíðina. Fyrrgreind umræða fellur í flokk með svo mörgum öðrum umræðum og ummælum sem fallið hafa á Alþingi, og gera ekkert annað en að rýra álit almennings á Alþing, þingsköpum og ekki síst þingmönnum og konum sjálfum.

Hannes

Hannes (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband