Skoðanakannanir

þessa dagana, og sjálfsagt í sívaxandi mæli fram að kosningum, hellast yfir okkur skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaafla í dagblöðum. Þetta er svo sem ekki í frásögur færandi því allir vita þetta. Við lestur þessara kannana og samanburð á þeim læðist að manni nettur grunur um að aðferðafræðin við gerð þeirra sumra sé ekki eins og akademísk vinnubrögð myndu útheimta af manni. Maður fór að rýna nánar í gerð þeirra þess vegna og þá kemst maður að því að þær hafa alla tilburði til að vera hreinlega klaufslettur vanhugsaðra vinnubragða ef best lætur. Könnun Fréttablaðsins, er birtist í sunnudagsblaði þar á bæ er til dæmis þannig gerð að af 800 manns sem spurðir voru svöruðu 438, ef mér reiknast rétt til. Síðan hef ég heimildir fyrir því að 30% þessara 438 neitað að svara og þá standa eftir 306. Þeir dreifast síðan að því að sagt er hlutfallslega milli kynja og kjördæma. Ákaflega mikil skekkjumörk og tæpast mark á takandi.

Svona vinnubrögð fá mann næstum því til að trúa spurningum eins og "eru fleiri samfylkingarmenn á þínu heimili" og "gætirðu hugsað þér að kjósa samfylkinguna". Ég hef reyndar nokkuð góða heimild fyrir þeirri fyrri. Og þó, líklega er búið að yfirfæra þetta á VG núna í stað Samfylkingarinnar.

Í framhaldi af þessu geri ég þá kröfu á þá aðila sem gera skoðanakannanir að allar aðferðafræðilega upplýsingar fylgi með þeim. Og þá meina ég allar.

RB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband