16.1.2009 | 10:19
Ný Framsókn
Í dag hefst flokksþing okkar Framóknarfólks. Flokksþing þar sem tekist verður á um framtíðina hjá flokknum og um leið trúi ég því að það hafi áhrif á framtíð stjórnmála á Íslandi og þar með Íslands. Ég lít ekki á uppgjör við fortíðina muni eiga sér stað, slíkt er annarra að sjá um.
Síðustu ár hafa erfið innanflokks, í raun samfelldur átakatími síðustu fjögur ár og það er algjörlega ljóst í mínum huga að slíkt gengur ekki. Ekki fyrir flokkinn og þaðan af síður fyrir umbjóðendur hans, fólkið í landinu sem treysti á hann sem afl til framfara samfélagsins. Flokkur eða samtök sem ekki ná að vinna sig fram úr þessum aðstæðum hafa ekkert fram að færa fyrir aðra, orkan sem til staðar er fer ekki í þá vinnu sem hún þarf að gera.
Ég horfi fram á það á þessum tímapunkti að þessu tímabili ljúki svo hægt verði að vera til gagns fyrir þjóðfélagið hér í frá.
En það er ekki bara átökin sem þarf að leggja til hliðar. Það þarf einnig að huga að fyrir hverja unnið er og ekki sé hvikað af þeirri leið að fólkið í landinu er það sem málið snýst um. Því miður hefur verið horfið of oft frá grunngildum flokksins undanfarin misseri og það hefur eðlilega komið niður á honum en það sem verra er, það hefur einnig bitnað á samfélaginu. Grunngildin eru samvinna og að standa vörð um félagslega þætti. Þegar vel virðist ganga er eins og þetta séu fyrstu þættirnir sem hverfa úr huganum en það er einmitt þá að mínu mati, sem þarf fyrst og fremst að hafa þá í huga.
Það þarf líka breyttar áherslur í íslenskum stjórnmálum. Það þarf meira lýðræði, það þarf meira gegnsæi, það þarf að sýna meiri ábyrgð og það þarf meiri samvinnu. Í þessum efnum getur og á Framsóknarflokkurinn að taka frumkvæði í á trúverðugan hátt. Það er fyrsta og eina tækifærið til þess nú um helgina og verði það ekki gert á flokkurinn ekkert erindi í stjórnmál framtíðarinnar.
Ég hef verið formaður framsóknarfélags síðustu árin og tekið á mig ýmislegt í þeim efnum. Oft hefur maður látið í sér heyra en kannski enn oftar ekki verið forystu flokksins nægilegt aðhald varðandi þá grundvallarsýn sem maður hefur í þjóðfélagsmálum og því sér maður eftir nú. Af þessu starfi hef ég látið nú og tekst á við að víkka sjóndeildarhringinn í öðru landi, sem ég reyndar tel bæði hollt og nauðsynlegt. Sama hundaþúfan er ekki það besta í þessum efnum.
Ég er því hættur stjórnmálaþátttöku að sinni en það er alveg öruggt að ég kem til baka. Ég hef of miklar skoðanir til að hætta alveg enda er ég líka á því að fólk eigi að taka þátt í samfélaginu.
Að lokum varðandi forystukosningar í flokknum þá hef ég ekki tekið afstöðu til frambjóðenda þó svo að vissulega hafi ég skoðun á því. Tel ekki endilega rétt miðað við framangreint að blanda mér eitthvað sérstaklega í það og treysti þar fyrir utan kjörnum fulltrúum á flokksþingi til að klára það mál með sóma.
Hins vega vil ég að ný forysta breyti hlutunum, bæði hjá flokknum og ekki síður í íslensku samfélagi í framhaldinu.
Lifið heil.
9.1.2009 | 21:13
Ekki til siðs að fordæma!
Það er hægt að breyta sið.
Það er líka hægt að fríska upp á minnið.
Það er líka hægt að hafa alvöru utanríkismálastefnu.
1.1.2009 | 00:30
Spild af tid
Það var eiginlega "spild af tid" að horfa á lélegasta áramótaskaup í áraraðir. Það liggur við að maður bendi á niðurskurð á því sem leið til sparnaðar fyrir RÚV.
Atriðin allt of löng og höfðu ekkert að segja, voru hrein endurtekning eða bergmál er réttara að segja, af ómi radda liðinna vikna. Enginn broddur í ádeilunni, í raun engin ádeila.
Áramótaávarp drottningar var skemmtilegra og það er langt í frá gert til þeirra hluta.
Í auglýsingu RÚV stóð að það væri af nægu að taka á árinu en ég sá ekki betur en það væri nánast einungis fjallað um tvö atriði í skaupinu: farsann í borginni og fjármálahrunið. Og jú, ísbirninum var laumað inn í fjármálahlutann. Öllu má ofgera og það voru önnur þjóðlífsatriði sem máttu alveg fá innslag.
Frekar fúlt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2008 | 15:12
Prófsteinn á komandi samfélag
Framboð á móti sitjandi formanni VR og þá stjórn félagsins hefur mun víðtækari merkingu en einungis innan félagsins.
Það er prófsteinn á komandi samfélag á Íslandi, hvort menn bera ábyrgð eða ekki og hvort hreinsa á til og byggja á nýjum grunni eða ekki.
Það er nefnilega svo að ef Gunnar Páll Pálsson fær að sitja áfram, hvort sem hann fær það óáreittur eður ei segir til um hvað almenningur er til í að leyfa mönnum að ganga langt. Mönnum sem settu nánast allt siðferði til hliðar í gjörðum sínum.
Verði sú raunin geta aðrir einstaklingar sem svipað er ástatt um, þar með taldir hver og einn einasti stjórnmálamaður, setið áfram með bros á vör. Vitandi vits um að ekkert fær hreyft við þeim.
Ég hef trú á því að það sé eftir þessu beðið með miklum spenningi utan VR og þetta kemur til með að hafa gríðarleg áhrif langt út fyrir félagið.
29.12.2008 | 13:03
Danir tapa líka
Tap þeirra, sem hafa fjárfest í hlutabréfum og fasteignum í Danmörku er á árinu 2008 523 milljarðar DKR. Það mun vera í kringum 100.000 á hvern Dana eða um 2,3 milljónir IKR.
Versta ár í sögunni í þessu samhengi hjá þeim.
Það er því ljóst að það kreppir víðar að en á klakanum þó það komi hægar og seinna fram í dagsljósið og verði auðvitað ekki nándar nærri eins svart.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2008 | 21:48
Hvað hafa Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti og Marge Simpson sameiginlegt?
Í fyrstu getur það eiginlega ekki verið neitt en samt er það svo að þau hafa bæði flutt jólaávarp (alternative Christmas message) Cahnnel 4 í Bretlandi ásamt fleirum aðilum úr ýmsum áttum í gegnum tíðina eins og Jessie Jackson og Brigitte Bardot.
En hér er hægt að sjá skilaboð Ahmadinejad en annars finnst mér hann vera í daufara lagi eins og drottningin. Hefði átt von á einhverju beittara frá honum svona fyrir fram. En samt er nú hægt að sjá smá blóð renna í æðum forsetans.
If Christ were on earth today, undoubtedly He would stand with the people in opposition to bullying, ill-tempered and expansionist powers.
If Christ were on earth today, undoubtedly He would hoist the banner of justice and love for humanity to oppose warmongers, occupiers, terrorists and bullies the world over.
http://link.brightcove.com/services/link/bcpid1184614595/bctid5777729001
Textaútgáfa hér og smá Íranskynning hér, allt í boði Channel 4.
Áhugavert í það minnsta, veit svo sem ekki hvort það sé meira en það.
29.11.2008 | 19:21
Tilvitnun dagsins
Eins og eyjan.is er nú ágætur miðill og reyndar í miklu uppáhaldi hjá mér þá er einn þáttur sem mætti laga.
"Tilvitnun dagsins", sem er neðst á síðunni hóf göngu sína ágætlega en hefur ekki staðið undir nafni undanfarið. Sama tilvitnununin hefur nú staðið í hálfan mánuð held ég og þó að hún sé góð þá má nú öllu ofgera.
Annars legg ég það til við ritstjórann að hann geri meira úr þessum þætti eyjunnar og breyti þessu í "tilvitnanir dagsins", hafi þær fleiri en eina en passi sérstaklega uppá að þeim sé breytt á hverjum degi.
18.11.2008 | 21:47
Snýst ekki um Evrópusambandid
Brotthvarf Gudna úr formannsstóli snýst ekki um Evrópusambandid og mismunandi skodanir flokksmanna á theim málum, nema thá ad sáralitlu leyti.
Til thess hafa alltof margir andstædingar ESB innan Framsóknar verid lítt hrifnir af frammistødu fyrrverandi formanns.
Thetta snýst fyrst og fremst um ad thad sé sterk forysta í flokknum sem getur tekist á vid vidfangsefni dagsins, og framtídarinnar.
Thad hefur ekki tekist undanfarin misseri og thvi hlaut ad koma ad thessu.
Ad adfør hafi verid gerd er bull. Gagnrýni vissulega en thegar óánægja er til stadar láta menn heyra í sér.
Ad Framsóknarmennirnir séu farnir úr flokknum er enn meira bull.
Kynslódaskipti thurftu ad fara fram og nú er nánast vonum seinna.
17.11.2008 | 21:34
Mark ársins í danska boltanum
Fínt ad fá eina jákvæda frétt fyrir Íslendinga í Danmørku, svona adeins til ad hressa uppá ordsporid.
Årets Mål
Stefan Gislason, Brøndby, for sin scoring til 1-0 mod FC Nordsjælland på Brøndby Stadion den 4. maj.
Tók meira ad segja sjálfur vid verdlaununum.
Markid var í mun betri klassa en danskan hjá honum, en thad var líka verulega flott.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2008 | 21:09
Ísland á ekki bara handónýta ríkisstjórn
Vid sitjum líka uppi med handónýta bladamenn í hrønnum.
Gera ekkert nema gera sig breida og halda ad their séu ad bjarga heiminum fyrir utan ad thylja upp eitthvad sem einhverjir segja.
Their ættu í stadinn ad vera í thví ad sækja thær upplýsingar sem eiga erindi vid almenning og tharf ad sækja af thví ad enginn talar um thær upplýsingar.
Thad vantar alla rannsóknarbladamennsku af thó ekki væri nema hæfilegum gædum.