Pólitísk rétthugsun

Eins og gerist reglulega hjá mér þá var ég á netvappi nú í kvöld. Sá marga pistla, góða og slæma (að mínu mati). Sumir ákaflega áhugaverðir en aðrir ekki. Sumu var ég sammála og öðru ekki en það er bara hollt og gott.

Í þessari yfirferð minni rakst ég á þennan pistil hér, sem mér þótti ákaflega áhugaverður. Hann fjallar um pólitíska rétthugsun nú á okkar tímum séða út frá höfundi og "grænu byltinguna" varðandi rétthugsunina.

Fróðleg lesning, jafnvel þó menn séu ekki sammála innihaldinu.


Viðurkenning fyrir Vesturfarasetrið

Vesturfarasetrið er ákaflega vel að þessu framlagi komið. Þarna hefur verið byggt upp mjög gott safn og áhugavert.

Uppbygging setursins hefur aukið þekkingu á þessu tímabili í Íslandssögunni og safnast hefur ýmis fróðleikur þar um. Nú er ljóst að ekki verður lát á því heldur mun sú söfnun halda áfram af meiri krafti heldur en verið hefur. Eftir því sem ég best veit fylgdi þessu samningur við Háskóla Íslands einmitt um gagnasöfnun eða gagnavarðveislu.

Ég hvet alla til að skoða þetta safn séu þeir á leið um Skagafjörðinn, ekki síðra að koma þarna við heldur en í Glaumbæ.


mbl.is Samið um fjárveitingar til Vesturfarasetursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjulegt

Já það styttist í vorið. Það er alltaf jafn ánægjuleg frétt fyrir mér á vorin að heyra af komu lóunnar og síðan er því eins farið með kríuna.

Léttist lundin töluvert við þetta.


mbl.is Lóa í fjörunni á Eyrarbakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að vita það

Það er þá eitthvað sem er í lagi í þjóðfélaginu er það ekki?

Það held ég.


mbl.is Íslenskir neytendur aldrei bjartsýnni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sem sagt

Krónan er þá handónýt eftir allt saman.
mbl.is Ingibjörg Sólrún: Áframhaldandi útrás hlýtur að kalla á myntbreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með því betra

Algjör snilld. Greinilegt að vilji maður fara á þessi vefföng verður maður að fara reglulega eða hafa í "favorites"
mbl.is Lengstu slóðirnar á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hnútukast í Jakob Frímann

Ég skautaði aðeins um netheima áðan og sá svo sem eins og venjulega eitt og annað áhugavert en staldraði nokkuð við færslu eina sem vakti athygli mína.

Færslan er hér og er ákaflega fast skot á Jakob Frímann Magnússon og um leið Íslandshreyfinguna nýstofnuðu og kemur úr herbúðum VG. En um er að ræða meintan, mjög háan styrk JFM við Íslandshreyfinguna gegn ákveðnum vegtyllum.

Fyrst fannst mér þetta lykta af hræðslu VG við hið nýja framboð. Síðan fannst mér þetta vera á þá leið þetta væri eiginlega yfir velsæmismörk ef sett væri fram án nokkurrar tengingar.

Það held ég.


Óheppilegt

Það fer nú eiginlega að hætta að vera frétt þegar vatnsleki er einhversstaðar í Reykjavík þessa dagana. Það er hreinlega alltaf leki einhversstaðar.

Svei mér þá.


mbl.is Vatnsleki í kirkju Óháða safnaðarinns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væntingarnar eru?

Samkvæmt þessari könnun virðist það vera réttar vísbendingar sem komur fram í könnuninni hjá Capacent-Gallup um að fylgi fari frekast frá VG og Frjálslyndum til Íslandshreyfingarinnar. Það verður spennandi að sjá hvernig hlutirnir verða í næstu könnun á þeim bænum en þá ætti Íslandshreyfingin að vera inni undir réttu nafni.

Síðan er það auðvitað þetta með 5% prósenta markið sem er svo mikilvægt að komast upp í fyrir þá flokka sem eru í kring um það mark í skoðanakönnunum. Áfall ef flokkur nær því marki ekki vegna úthlutunar jöfnunarsæta.

Annars lítið um þetta að segja svo sem.


mbl.is Íslandshreyfingin með 5% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórskemmtilegt

Ég fór á vorskemmtun karlakórsins Hreims að Ýdölum nú í kvöld en gestasöngvarar með kórnum voru þau Ína Valgerður og Garðar Thór. Reyndar sungu þau einnig án meðsöng Hreims en það skiptir ekki öllu.

Það er skemmst frá því að segja að þetta var hin besta skemmtun, ákaflega góður söngur og ekki skemmdi veislustjórn Óskars Péturssonar fyrir. Ég er enn hrifnari en áður af Garðari eftir kvöldið og en stjarna kvöldsins fannst mér vera Ína Valgerður. Hún söng mjög vel.

Takk fyrir góða skemmtun.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband