Viðurkenning fyrir Vesturfarasetrið

Vesturfarasetrið er ákaflega vel að þessu framlagi komið. Þarna hefur verið byggt upp mjög gott safn og áhugavert.

Uppbygging setursins hefur aukið þekkingu á þessu tímabili í Íslandssögunni og safnast hefur ýmis fróðleikur þar um. Nú er ljóst að ekki verður lát á því heldur mun sú söfnun halda áfram af meiri krafti heldur en verið hefur. Eftir því sem ég best veit fylgdi þessu samningur við Háskóla Íslands einmitt um gagnasöfnun eða gagnavarðveislu.

Ég hvet alla til að skoða þetta safn séu þeir á leið um Skagafjörðinn, ekki síðra að koma þarna við heldur en í Glaumbæ.


mbl.is Samið um fjárveitingar til Vesturfarasetursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband