Guðmundur í Byrginu

Heyrði núna í hádegisfréttum á RÚV að líklega myndi rannsókn á kynferðisbrotum margnefds Guðmundar í Byrginu ljúka í dag. Ekkert um það að segja svo sem en af hverju í andsk. var þess sérstaklega getið í lok fréttarinnar hvað rannsóknin kostaði? Mér fannst það hreinlega ekki koma málinu við og heldur ekki vera við hæfi. Allt í lagi að hafa kostnaðarvitund en hvað var verið að gefa í skyn þarna?

Nú segi ég eins og Kristinn P., ég bara spyr.


Auglýsingin umdeilda

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um auglýsingu Frjálslynda flokksins um helgina en læt mig samt hafa það að setja fram mína skoðun á málinu.

Í stuttu máli finnst mér auglýsingin og framsetning hennar til þess fallin að vekja upp ótta og andúð á innflytjendum í landinu. Þetta er skýrt í mínum huga. Það sem maður hefur síðan séð í athugasemdum hér og þar í bloggheimum hefur einungis styrkt mína skoðun. Framsetningin ein og sér veldur þessu. Síðan sýnist mér að ýmsar upplýsingar sem settar eru fram séu snúnar til málstaðarins sem um ræðir og aðrar hreinlega rangar.

Því finnst mér í stuttu máli Frjálslyndir ekki einungis vera að fiska í gruggugu vatni eins og einhvers staðar stóð heldur er notaður ryðgaður öngull einnig.

Nú er ljóst að þegar Nýtt afl gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn myndu þessi mál vera sett fram á þennan hátt. Spurningin sem ég spyr sjálfan mig að er hins vegar sú hvort meginþorri þeirra sem fyrir voru í flokknum styðji þessa framsetningu?


Grettir dagsins

CoffeeKannski maður fari að minnka kaffið eitthvað svo maður endi ekki eins og Grettir kallinn.

Gæti reyndar verið að þetta sé kosningaskjálfti í honum. Ég held að hann sé mjög pólitískur.

Muna að brosa, það hjálpar ef dagurinn er erfiður.

 


Ég hélt ...

... nú eiginlega að það vissu þetta vel flestir eða a.m.k. þeir sem fylgjast eitthvað með stjórnmálum og kosningum. Kannski er það ekki svo eðlilegt að svo sé.

Ég veit það ekki.


mbl.is Hugsanlegt að koma manni á þing með 1% atkvæða á landsvísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært veður

Hér er ákaflega gott veður í dag og nýttum við Eyhildur okkur það og tókum góðan göngutúr í morgun. Vorum rúmlega tvo klukkutíma á labbinu, fórum uppá pósthús og í Sparisjóðinn. Á leiðinni þaðan komum fórum við á íþróttavöllinn og gengum einn hring þar. Ég hef aldrei verið jafn lengi að fara þessa 400 metra en það verður auðvitað að takast með í reikninginn að Eyhildur er bara rétt að skríða í 11 mánaða aldurinn og hún eiginlega réð hraðanum á okkur.

Veðrið í gærkvöldi var síðan ekki síðra. Stillt og heiðskýrt þannig að maður gat gleymt sér við að skoða stjörnurnar og norðurljósin.

Mjög endurnærandi svo ekki sé meira sagt.


Silfrið

Aldrei þessu vant horfði ég á Silfur Egils í dag. Ég nefnilega næ ekki stöð 2 og nenni yfirleitt ekki að skoða þættina á netinu nema eitthvað sérstakt liggi við. En nú sá ég sem sagt þáttinn í foreldrahúsum þar sem ég skrapp í Skagafjörðinn um helgina. Það sem er eiginlega ennþá skemmtilegra en að horfa á Silfrið er að horfa á það með pabba.

Sá fyrsta hlutann með öðru auganu en heyrði með báðum eyrum. Viðbúin umræða þar á ferðinni fannst mér og eiginlega allir þátttakendurnir á slappari nótum að mínu mati. Helst að Lúðvík næði sér á strik og kæmist vel frá hlutunum.

Næsti hluti var öllu skemmtilegri með þeim Gunnari Smára, Þráni og Guðmundi Andra. Gunnar Smári var bara áheyrilegur aldrei þessu vant og lítið æstur eða ágengur eins og hann er oft. Þráinn er alltaf svolítið skemmtilegur og brást ekkert þarna frekar en venjulega. Heyrði ekki betur en hann spáði ríkisstjórn dauðans eftir kosningar í vor. Guðmundur Andri var líka áhugaverður með skemmtilegar pælingar þannig að úr varð áhugaverður og skemmtilegur hluti Silfursins.

Svo hafði ég ákaflega gaman af að hluta á þann (bara hreinlega man ekki nafnið á honum og nenni ekki að fletta því upp. Ef einhver nennir þá má það endilega fara í athugasemd hér með) sem var síðastur. Hann náði reyndar ekki að klára sitt mál þannig að ég held að ég verði að sjá næsta Silfur til að sjá restina af máli hans.

Þannig að í heildina hafði ég gaman af þessu. Kannski maður fari að reyna að sjá þetta oftar. Var ekki annars talað um að hann væri kannski á leiðinni til RÚV með þáttinn núna rétt um daginn?


Bara svo það sé á hreinu ...

... þá var þetta ekki ég sem var þarna á ferðinni þrátt fyrir að hafa heimsótt Skagafjörð í gær og dvalið þar fram eftir degi í gær. Ég hef ekkert gert við lögreglubifreiðar Skagafjarðarsýslu síðan ég setti bananahýði fyrir aftna hjólið á einni þeirra hér um árið. Flokka það undir bernskubrek reyndar.

 


mbl.is Stálu númeraplötum af lögreglubílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilld

Nú voru Arsenal menn teknir algjörlega í bakaríið. Þrátt fyrir að hafa laumað inn einu marki og lekið boltanum í stöngina eins og tvisvar sinnum þá var þetta aldrei spurning.

Crouch með þrennu og hvert markið öðru betra. Besti maður vallarins.

Svo sá maður Gerrard í nýrri stöðu sem framherja.

Frábær leikur.


mbl.is Crouch með þrennu í 4:1 sigri Liverpool á Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldfimt ástand

Þetta er verulega eldfimt ástand eins og það er núna. Menn verða að standa upp úr meðalmennskunni þarna og leysa þetta einstaka mál í byrjun og síðan auðvitað heildarmálin á svæðinu á raunhæfan og skynsaman hátt. Við megum ekki við því að hlutirnir fari úr böndunum.

Það held ég.


mbl.is Bretar svara Írönum vegna handtöku bresku sjóliðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð frammistaða

Til hamingju MR-ingar. Tæpur sigur en skemmtanagildi keppninnar ákaflega mikið. Ég hef alltaf jafn gaman af Gettu betur verð ég að segja.

Annars stóðu bæði lið sig með sóma þannig að úr varð hin besta viðureign.


mbl.is MR-ingar höfðu betur í Gettu betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband