5.4.2007 | 23:30
Dagurinn í dag
Við skruppum í höfuðstaðinn í dag, þ.e.a.s. höfuðstað norðurlands. Vorum komin þar rétt fyrir hádegi og byrjuðum á því að fá okkur að borða. Lagt var af stað með hvíta jörð í forgrunni því það snjóaði hér í Reykjadalnum í nótt, ekki mikið svo sem en aðeins samt. Það tók síðan upp í dag og var orðið autt í kvöld þegar heim var komið.
Eftir hádegið fór ég síðan í Bogann og dæmdi eins og einn knattspyrnuleik. Þór/KA - ÍR í hinum víðfræga Lengjubikar. Þetta eru líklegasta tvö frægustu kvennaliðin, a.m.k. þau umtöluðustu í haust vegna kærumála þeirra í milli vegna umspils um sæti í efstu deild.
Leikurinn var ágætur, bara ágætlega spilaður og prúðmannlega. Enginn hasar í áhorfendum heldur, ekki eins og var í Róm í gærkvöldi. Svo fór að Þór/KA vann 6-1 og lítið meira um það að segja.
Stoppuðum við síðan aðeins lengur á Akureyri og héldum síðan heim á leið hvar við vorum komin um átta leytið. Fínn tími til að segja stelpurnar beint í rúmið og slappa síðan aðeins af.
Sem sagt, ágætis dagur.
5.4.2007 | 21:17
Já
Ég er alveg til í að hann framlengi samninginn. Hann er búinn að vera alveg ágætur greyið sem er nú smá breyting því flestir okkar markmenn undanfarið hafa verið mis mistækir verður maður að segja. Eiginlega alveg frá tíma Grobbelar sem var nú ekki alveg saklaus sjálfur í þeim efnum.
![]() |
Reina vill framlengja við Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.4.2007 | 10:03
Hálf sérkennilegt
Það virðist vera það mynstur komið í þessar skoðanakannanir hjá Capacent-Gallup að fylgi Framsóknarflokks, Samfylkingar og Frjálslynda flokksins virðist vera nokkuð fast á svipuðu róli. Allir þessir flokkar eru þá neðar en þeir óska en kannski Frjálslyndir næst því sem þeir hafa haft. Fylgi Framsóknar og Samfylkingar er ekki ásættanlegt fyrir félagsmenn þeirra því miðað við þetta er um mikið fylgistap að ræða og tíminn styttist óðum fram að kosningum. Nú er haft eftir varaformanni Samfylkingarinnar að litlu framboðin séu einungis samansöfnun dauðra atkvæða og væntanlega er það gert í þeim tilgangi að ná þeim atkvæðum til sín. Ég held reyndar að það sé mikil einföldun á málunum.
Það sem er síðan sérkennilegt í þessu eru sveiflur Sjálfstæðisflokksins á milli vikna, svona upp og niður á víxl og síðan auðvitað hve hátt VG fór og að um sé að ræða tiltölulega jafnt og þétt sig niður á við síðan toppi var náð. Fylgishreyfingin seinustu vikurnar virðast því liggja í kringum VG og Sjálfstæðisflokk og það virðist vera þannig að ný framboð hafi lítil áhrif á Sjálfstæðisflokkinn en þeim mun meiri á fylgi VG.
Sjáum hvað setur á næstu vikum.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.4.2007 | 00:37
Grettir dagsins
4.4.2007 | 21:15
Þolanleg úrslit fyrir Manchester
Ekkert svo slæm úrslit fyrir Man. U. miðað við aðstæður og frekar klaufalegan Scholes sem réttilega var sendur af velli.
Annars fannst mér framganga ítölsku lögreglumannanna á áhorfendapöllunum eiginlega vera fyrir neðan allar hellur. Allt of mikil harka af litlu sem engu tilefni og menn barðir miskunnarlaust með kylfum án þess að eiga sér viðreisnar von. Sorglegt að sjá myndir frá því.
![]() |
Roma sigraði Manchester United 2:1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.4.2007 | 17:55
Er Baugur að kaupa Glitni?
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item150003/
Ja, svona með Hannesi Smárasyni. Kannski oftúlka ég bara fréttina hjá RÚV.
4.4.2007 | 17:47
Nú fer maður og verslar
Kannski maður kaupi Baðfélagið bara og stórgræði.
Ég man þá tíð annars að maður fór bara í lónið norðan við veginn og borgaði ekki neitt. Síðan þegar baðlónið var opnað þá komu allt í einu skilti upp við það gamla um hvað það væri hættulegt að fara í það.
Annars fannst manni alltaf hálf skrítið að ekkert þessu líkt væri fyrir löngu búið að gera á svæðinu.
![]() |
Hlutur ríkisins í Baðfélagi Mývatnssveitar seldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2007 | 15:36
Veiðihár
Ég leit aðeins af dætrum mínum tveimur seinnipartinn í gær eftir að við komum inn úr útiverunni okkar. Þær voru staddar í herbergi Salbjargar (þeirrar eldri) og voru að dunda sér þar við leik eða eitthvað í þá áttina.
Eftir stutta stund kom Salbjörg hlaupandi fram til mín. "Pabbi, pabbi, veistu hvað? Eyhildur er með veiðihár". Veiðihár, spurði ég frekar hissa. "Já, ég teiknaði á hana veiðihár". Og viti menn, hún var búin að teikna þessi líka fínu veiðihár framan í systur sína sem líkaði það bara nokkuð vel.
Þær fara í strangari gæslu hjá mér núna það er alveg á hreinu.
4.4.2007 | 09:30
Áhugavert
![]() |
Fjallað um kosningarnar í Hafnarfirði í fjölda erlendra fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2007 | 21:43
Vísindin efla
Ég styð vísindi heils hugar fylgist með eftir föngum. Þetta er mikilsverður áfangi og gefur góð fyrirheit varðandi notkun á stofnfrumum í þágu læknavísindanna.
Ég tel það vera ákaflega mikilvægt að halda áfram á braut stofnfrumurannsókna í þágu læknavísindanna.
Það held ég.
![]() |
Breskum vísindamönnum tókst að rækta hjartalokur úr stofnfrumum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |