8.4.2007 | 14:37
Páskaferð
8.4.2007 | 11:55
Skoðanakannanir
Nú dynja á okkur skoðanakannanir í gríð og erg í aðdraganda Alþingiskosninga. Fyrst eru það þessar venjulegu kannanir um fylgi flokka og framboða en oftar en ekki er einnig spurt um ýmsa afleidda þætti með þegar fylgið er kannað. Niðurstöður þeirra spurninga koma síðan í kjölfar fylgisfréttanna og eru misgáfulegar finnst mér.
Nú er svo komið að það er eiginlega ekki orðinn friður fyrir fréttum af alls konar svona könnunum og menn hafa ekki undan við að rýna í þær og reyna að túlka hvað þær hafa fram að færa. Það liggur við að maður geti sagt um sumar þeirra að þær hafi í mesta lagi ekki neitt fram að færa.
Það er orðið of mikið af þessum könnunum og fréttum í framhaldi þeirra sem síðan kalla á ýmsar sérfræðilegar útskýringar að ég tali nú ekki um viðbrögð úr hverjum stjórnmálaflokki við þeim. Fjöldi þessara kannana er orðinn slíkur að ekki er tími fyrir alvöru umræðu um málefni þau sem flokkarnir hafa fram að færa. Aðalfréttirnar og kosningabaráttan er orðin sniðin að skoðanakönnunum þannig að þær stjórna öllu og menn og flokkar hafa ekki pláss, frið eða tíma til að koma á málefnalegri umræðu.
Fækkum skoðanakönnunum og gefum öðrum hlutum meira pláss.
8.4.2007 | 10:01
Gaman á skíðum
Ætli þátttaka Jakobs Frímanns sýni það og sanni að hann fari fram fyrir Íslandshreyfinguna í þessu kjördæmi eins og maður hefur verið að heyra undanfarið?
Það væri það.
![]() |
Kristján sigraði í skíðakeppni frambjóðenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2007 | 23:11
Göngutúr með Gretti
Svo óska ég eftir túlkunum á þennan hjá honum. Sjálfum dettur mér margt í hug. Njótið vel.
7.4.2007 | 19:58
Nýjustu bækurnar í hillunni
Ég lét verða af því seinnipartinn í gær að kaupa tvær nýjar bækur. Ekki það að ég hafi ekki nóg að lesa, ég er bara búinn að bíða nokkurn tíma eftir þessum. Um er að ræða hina nýju "Búkollu", byggðir og bú Suður-Þingeyjarsýslu í tveimur bindum.
Fékk sölumann í heimsókn í gær og keypti af honum áður en hann hafði tíma til að bjóða mér hana til sölu.
Gluggaði síðan í bindin í gærkvöldi með hléum og er bara nokkuð hrifinn verð ég að segja. Ég hef gaman af því að lesa svona bækur, þær eru svo fræðandi um margt, bæði búsakparsögu og ekki síður fólk.
Annars er það að frétta af lestri mínum að ég er rétt í þann mund að klára að lesa ljóðmæli Jóns Arasonar og finnst hún mjög góð. Sérstaklega söguritunin sem fylgir með ljóðunum.
Það held ég.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.4.2007 | 19:20
Kemur ekki á óvart
Útkoma Geirs í þessari könnun kemur í sjálfu sér ekki á óvart, hann er jú formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins er það ekki?
Útkoma Ingibjargar Sólrúnar kemur mér aðeins á óvart verð ég að segja. Niðurstaða hennar er öllu neikvæðari en ég hefði haldið fyrirfram.
Annað er eins og maður hefði átt von á.
Ein spurning samt í lokin, vantaði ekki einn stjórnmálaleiðtoga þarna? Forsvarsmann framboðs aldraðra og öryrkja ásamt höfuðborgarsamtökunum.
![]() |
Geir nýtur mestra vinsælda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2007 | 13:16
Léleg fréttamennska
Mér finnst þetta eiginlega vera svolítið yfirborðskennd framsetning á efninu, svolítið slegið fram með sleggjulegum hætti. Af hverju kafar blaðamaðurinn ekki svolítið dýpra niður í efnið og kemur fram með kjarna málsins.
Auðvitað er þetta skrýtin spurning og örugglega fleiri sem voru með í þessu. En hver er síðan raunveruleg ástæða fyrir henni og hver er vinnslan í framhaldi spurningalistans innan bankans. Hvaða áhrif hefur þetta á bankastarfsemi í landinu og þar fram eftir götunum. Og í framhaldi þess kannski skoðuð skýrslan um bankastarfsemi á Íslandi í þessu samhengi sem gefin var út í fyrra að mig minnir.
Bara varð að setja fram annan vinkil á umræðuna en kominn er fram.
![]() |
Ertu hryðjuverkamaður? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2007 | 15:50
Uppfinning dagsins
Núna er ég búinn að bjarga fjárhagslegri framtíð fjölskyldunnar. Ég fer strax eftir helgi á einkaleyfastofuna og skrái einkaleyfi á "herslumuninum" þ.e.a.s. ef þeir Sniglabandsmenn eru ekki búnir að því. Þetta er nefnilega stolið frá þeim.
Ég stórgræði á uppfinningunni því það vantar nefnilega alltaf herslumuninn.
6.4.2007 | 13:12
Já já
![]() |
John Terry: Getum náð Manchester United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2007 | 12:31
Eyhildur tilbúin að takast á við daginn
Hérna er hún Eyhildur tilbúin að takast á við daginn. Það getur
verið erfið lífsbaráttan sko þegar þú ert ekki orðin eins árs og átt eldri systur.