14.4.2007 | 16:46
Er þetta ekki einum of?
Án þess að hafa svo sem neitt um þessa tillögu að segja þannig séð þá vekur síðasta málsgreinin í þessari frétt athygli mína en hún er á þessa leið:
"Flutningsmenn og stuðningsmenn tillögunnar mótmæltu því harðlega að tillagan skyldi ekki tekin til efnislegrar umræðu á fundinum og var því m.a. haldið fram að þetta myndi leiða til þess að fylgi flokksins eigi eftir að hrapa úr rúmum 18% í 13% á næstunni"
Er ekki nóg verið að herja á Samfylkinguna utan frá þó eigin liðsmenn tali ekki á þessa lund þó að ósætti sé um tillögu.
Annars hefði ég haldið að samþykkt tillaga væri sterkari heldur en eingöngu orð formanns í ræðu. Tillagan ætti í það minnsta að vera til grundvallar þeim orðum og styrktar.
![]() |
Hart deilt um meðferð tillögu um eftirlaunafrumvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2007 | 14:06
Afmæli
Merkilegur dagur í dag finnst manni, jafnvel þó engum öðrum
finnist það. Í dag er nefnilega eitt ár nákvæmlega síðan við fluttum í "nýja" húsið okkar. Þá fannst manni ágætt að komast hingað því verkefnið hafði tekið rúmlega fimm ár sé talið alveg frá upphafi. Frá því fyrsta skóflustunga var tekin liðu þó "ekki nema" tæp fjögur ár til innflutnings. Ekki var maður nú alveg búinn samt þegar flutt var inn þannig að mjög mikið var gert síðasta sumar og þá aðalega utanhúss. Núna á ég bara eftir að helluleggja smá þannig að þetta er allt saman að detta.
Annars hefur bæði hús og staðsetning staðið algjörlega fyrir sínu svo ekki sé meira sagt.
Það kom svo sem fyrir að maður væri þreyttur stundum enda í mörg horn að líta á byggingartímanum.
14.4.2007 | 13:27
Fréttabaráttan
Ég sé ekki betur en Samfylkingin sé að hafa mun betur í umfjöllun fjölmiðla heldur en Sjálfstæðisflokkurinn.
Eða hvað?
![]() |
Rannveig sjálfkjörin formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2007 | 12:43
Einhvernveginn....
... líst manni ekki alveg á þessa þróun sem verið hefur í Rússlandi síðustu misseri.
Ég þori samt ekki að detta í að skoða ástandið nánar, maður hefur eiginlega nóg á sinni könnu þó maður bæti ekki við tímafreku verkefni á hobbýlistann eins og er. Var samt nærri búinn að kaupa mér Rússlandsferð núna í sumar en ákvað að láta það bíða betri tíma.
![]() |
Kasparov látinn úr haldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2007 | 00:05
Moltuverkefni norðan heiða
Hér er að finna upplýsingar um verkefnið í Eyjafirði sem ég talaði um í færslunni um jarðgerðarverkefni Skagfirðinga. Hélt reyndar að það væri um Þingeyjarsýslur að ræða líka í þessu verkefni en það kemur vonandi seinna bara.
Sigmundur Ófeigsson framkvæmdastjóri Norðlenska hefur þetta um málið að segja
"Í mínum huga er skýrt að brennsla á lífrænum úrgangi með tilheyrandi brennslu á olíu er ekki nútímalausn. Við eigum að skila náttúrunni aftur því sem frá henni var tekið. Við viljum líka bregðast við með lausn í þessum málum áður við verðum neyddir til að gera eitthvað með tilheyrandi enn meiri kostnaði, segir Sigmundur og fagnar samstöðunni milli sveitarfélaganna og fyrirtækja um verkefnið.
Samstaðan gefur verkefninu stóra gildið, að mínu mati. Við þurfum að fá alla með til að tryggja pappír, pappa og timburúrgang inn í jarðgerðina því það þarf eðlilega blöndu af þessu öllu. Náist það takmark okkar fljótt að fá 90% af öllum lífrænum úrgangi til Moltu verður lítið mál að kljást við þann úrgang sem eftir stendur. Þar með yrði búið að leysa sorpeyðingarmál Eyjafjarðarsvæðisins til fullnustu. Út frá þessu má glögglega sjá hversu stórt það skref er sem við erum að stíga með stofnun Moltu,
Þetta er tekið af vefsvæði Atvinnuþróunarfélgs Eyjafjarðar.
13.4.2007 | 22:17
Þeir kjósa líka í Skotlandi í maí
Skemmtileg nálgun hjá Blair á skosku kosningarnar þann 3. maí. Ætli þetta virki hvetjandi eða letjandi á fylgi skoska verkamannaflokksins.
Annars sá ég heimildamynd um Blair í þremur hlutum um daginn þar sem í stuttu máli er sagt að tíma Blairs verður sennilega minnst aðallega vegna tveggja mála. Annars vegar fyrir vinnu stjórnar hans, og hans sjálfs, til lausnar málum Norður-Írlands sem er þá jákvæð minning en mun sjálfsagt alltaf teljast sem innanríkismál. Hins vegar verður einnig eftir minning hans sem þann forsætisráðherra Bretlans, sem oftast hefur sent heri landsins í bein átök síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk.
Í því sambandi munu sjálfsagt margir tengja það við ræðu hans frá því snemma á valdatímanum, þar sem hann talaði um sína kynslóð sem væri alin upp við aðrar aðstæður en hefðu verið fyrir kynslóðir fyrri tíma. Nefnilega kynslóðina sem ekki upplifði stríð og þyrfti ekki að upplifa það að senda börnin sín í stríð.
Sjtórnmálaáhugi minn nær til Englands meðal annars en ég hef yfirleitt staðist það að fjalla neitt um það á þessum vettvangi. Kannski verður breyting á.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2007 | 20:58
Ekkert
Ekki sýnist mér að þessi könnun segi neitt frá seinustu könnun. Örlitlar breytingar en líklega allar innan skekkjumarka þannig að hún segir ekkert nýtt frá þeirri seinustu. Smá sveiflur á stóru flokkunum en litlar sveiflur hjá litlu flokkunum.
Annars held ég að landið eigi eftir að breytast nokkuð næstu vikur.
![]() |
Sveiflur á fylgi D og V innan skekkjumarka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2007 | 16:04
Vanari öðru
Maður hefur nú verið vanari því í gegnum tíðina að frumur þessarar gerðar komi frá líffæri annars staðar í líkamanum en hér segir frá.
En þetta er áhugavert en veit nú samt ekki alveg með þetta.
13.4.2007 | 14:09
Hver má og hver ekki?
Hjörleifur Guttormsson fyrrv. Alþingismaður og ráðherra skrifar í dag grein í fréttablaðið þar sem hann deilir harkalega á Ómar Ragnarsson og fylgismenn í Íslandshreyfingunni fyrir að bjóða fram í Alþingiskosningunum í vor.
Mín skoðun er sú að í lýðræðisríki sem Ísland er hafi menn rétt til framboðs hafi menn nægilegan styrk til þess eins og kveðið er á um í kosningalögum. Það er ein af grundvallarstoðum lýðræðisríkis að raddir allra heyrist og það að tiltölulega auðvelt sé að bjóða fram hér á landi finnst mér til okkar tekna.
Þegar að menn eru aftur á móti farnir að vilja banna öðrum vegna þess að það skaði sig þá finnst mér viðkomandi ekki á réttri braut en mér finnst Hjörleifur vera á þessari braut í grein sinni í dag. Ef þetta á að vera grunntónninn þá geta fylgismenn allra flokka deilt á framboð hinna flokkanna vegna þess að þeir séu að taka fylgi frá sínum flokki. Þá hugnast mér heldur að menn haldi því fram að kjósendur eigi að kjósa sinn flokk vegna verðleika í stað þess að vilja banna öðrum framboð til að fá þau atkvæði.
Það held ég.
13.4.2007 | 12:56
Athyglisvert
Flug á Aðaldalsflugvöll eru ánægjuleg tíðindi og ætti væntanlega að vera til þess fallið að styrkja ferðaþjónustuna á svæðinu. Auðvitað er þetta síðan ánægjulegt fyrir íbúa svæðisins sem losna við einhvern akstur fyrir flug eins og nú um ræðir.
Síðan á maður eftir að sjá hvernig uppsetningin á þessu er sem og verðlag til að sjá nýtingarmöguleikana til fulls.
En jákvætt er þetta verð ég að segja.
![]() |
Flug til Húsavíkur í undirbúningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |