16.4.2007 | 22:18
Auðvitað
Auðvitað alveg kolrangt hjá ASÍ er það ekki. Eða hvað? Annars skulum við bara rífast á fullu um þetta, láta báða aðila leggja fram tölur og hafna útreikningum beggja aðila og halda að allir séu að fela eitthvað.
Þá verður þetta eins og í kalda stríðinu, fjórar hliðar á hverju máli: hlið USA, hlið USSR, hlið UN og svo auðvitað hlið skynseminnar sem aldrei neinn málsmetandi gat haldið á lofti.
![]() |
10-11 segir frétt ASÍ um verðlag ranga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2007 | 15:10
Smá skýringar
Þetta er þokkalegasta innlegg í skoðanakannanaumræðuna finnst mér. Aðeins leitast við að útskýra sveiflur og mismun milli kannana.
Það var síðan skemmtilegt viðtal við Baldur Þórhallsson á morgunvaktinni í morgun en það má heyra hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.4.2007 | 12:49
Kvikmyndir
Ég er ekki mikill kvikmyndamaður og hef aldrei verið en það birtist meðal annars í því að nánast undantekningalaust horfi ég eingöngu einu sinni á hverja mynd. Þó hef ég í gegnum tíðina tekið nokkurs konar ástfóstri við einstaka myndir og get horft reglulega á þær.
Til að nefna fáar þeirra þá eru þetta myndir eins og Lömbin þagna, Dalalíf og svo einmitt myndin sem ég tók gærkvöldið í að horfa á, The Godfather. Þá mynd hef ég ekki séð í ein tvö ár svo það var kominn tími á hana.
Og hún er alltaf jafn góð.
16.4.2007 | 11:38
Vonandi næst árangur
15.4.2007 | 23:32
Þetta líka
Þeir eru alltaf í þessum slagsmálum ameríkanarnir, það er annð en við hér á Fróni.
15.4.2007 | 23:27
Athyglisvert
![]() |
Orsök háþrýstings kann að vera í heilanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2007 | 14:37
Verðandi Alþingismenn?
Ég lék mér aðeins að nýjustu könnun Capacent-Gallup og reiknaði út verðandi Alþingismenn okkar samkvæmt henni. Þó er það þannig hjá mér að ég legg út frá seinustu könnun en ekki tveimur seinustu líkt og þeir gera sjálfir í sínum útreikningum. Það er því um að ræða smá ósamræmi þar á milli. Þeir sem sjá það fá eitt gott klapp frá mér. Annars er þetta mest til gamans gert og til að fá útrás fyrir reikniþörf mína og excel notkun.
Reykjavík Suður | Reykjavík Norður | Suðvestur | |||
Geir H Haarde | D | Guðlaugur Þór Þórðarson | D | Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir | D |
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir | S | Katrín Jakobsdóttir | V | Bjarni Benediktsson | D |
Kolbrún Halldórsdóttir | V | Guðfinna Bjarnadóttir | D | Ögmundur Jónasson | V |
Björn Bjarnason | D | Össur Skarphéðinsson | S | Gunnar Svavarsson | S |
Illugi Gunnarsson | D | Pétur Blöndal | D | Ármann Kr. Ólafsson | D |
Ágúst Ólafur Ágústsson | S | Árni Þór Sigurðsson | V | Jón Gunnarsson | D |
Álfheiður Ingadóttir | V | Sigurður Kári Kristjánsson | D | Guðfríður Lilja Grétarsdóttir | V |
Ásta Möller | D | Jóhanna Sigurðardóttir | S | Ragnheiður Elín Árnadóttir | D |
Birgir Ármannsson | D | Paul Nikolov | V | Ragnheiður Ríkharðsdóttir | D |
Auður Lilja Erlingsdóttir | V | Magnús Þór Hafsteinsson | F | Katrín Júlíusdóttir | S |
Ásta R. Jóhannesdóttir | S | Helgi Hjörvar | S | Gestur Svavarsson | V |
Kolbrún Stefánsdóttir | F | ||||
Norðvestur | Norðaustur | Suður | |||
Sturla Böðvarsson | D | Kristján Þór Júlíusson | D | Árni M. Mathiessen | D |
Jón Bjarnason | V | Steingrímur J. Sigfússon | V | Björgvin G. Sigurðsson | S |
Guðbjartur Hannesson | S | Valgerður Sverrisdóttir | B | Árni Johnsen | D |
Magnús Stefánsson | B | Arnbjörg Sveinsdóttir | D | Atli Gíslason | V |
Einar Kristinn Guðfinnsson | D | Kristján Möller | S | Guðni Ágústsson | B |
Guðjón Arnar Kristjánsson | F | Þuríður Backman | V | Kjartan Ólafsson | D |
Einar Oddur Kristjánsson | D | Ólöf Nordal | D | Lúðvík Bergvinsson | S |
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir | V | Björn Valur Gíslason | V | Björk Guðjónsdóttir | D |
Herdís Sæmundardóttir | B | Birkir Jón Jónsson | B | Alma Lísa Jóhannsdóttir | V |
* | * | Höskuldur Þór Þórhallsson | B | Grétar Mar Jónsson | F |
Ekki þarf mikið að gerast í raun til að talsverðar breytingar verði. Ég þarf til dæmis að gefa mér bæði fjölda á kjörskrám og kosningaþátttöku svo eitthvað sé nefnt. Annars eru allar athugasemdir og ábendingar varðandi þá þætti vel þegnar.
Reikniformúlurnar er að finna hér fyrir áhugasama.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
15.4.2007 | 14:33
Svakalegt
![]() |
Aurskriða féll á Sauðárkróki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2007 | 10:50
Segir harla lítið
![]() |
Fylgi VG minnkar samkvæmt nýrri könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2007 | 23:27
Leikhúsferð
Ég hélt upp á daginn með því að fara í leikhús á Akureyri í kvöld. Við sáum stykkið (er það ekki það sem leikhúsfólkið kallar leikritin?) "best í heimi". Ég hélt reyndar að ég væri að fara á eitthvað annað en það skiptir svo sem ekki máli.
Ég mæli með þessari sýningu því þetta var ágætis skemmtun. Ég hefði samt viljað sjá aðeins meiri "satíru" í þessu svona fyrir minn smekk en það er fín lína á milli þess og móðga heila þjóð þó lítil sé. Svo var hægt að sjá nokkur smáatriði fyrir en í heildina hin besta kvöldskemmtun og þá er tilganginum náð.