Blað dagsins

Stórt, mikið og ítarlegt viðtal er við Steinunni Valdísi fyrrverandi borgarstjóra og bráðum fyrrverandi borgarfulltrúa. Mikið páss lagt undir það viðtal og var það alveg þokkalegt aflestrar og farið vítt og breitt í því.

Nú svo voru staksteinar undirlagðir í hrós Kristjáni Möller til handa aukinheldur að bera af Morgunblaðinu draugagang. Heldur klénir að þessu sinni eins og svo sem oft þeir eru blessaðir.

Þá var og leitað viðbragða forsvarsmanna nemendafélaga háskólanna fjögurra, sem voru í umræðu vikunnar vegna úttektar ríkisendurskoðunar á starfi þeirra. "Hverjum þykir sinn fugl fagur" var yfirskrift þeirrar fréttar og átti svo sem vel við.

Fróðlegt aflestrar var svo viðtalið við Ellýu Katrínu Guðmundsdóttur, nýjan forstjóra umhverfisstofnunar. Lífshlaup var það titlað.

En merkilegast af öllu efni Moggans í dag fannst mér vera viðtal Hallgríms Helga Helgasonar við Daniel Tammet og hvet ég alla til að gefa sér tíma í að lesa það bæði vel og vandlega. Með viðtalinu er síðan eins konar fylgiviðtal við Ólaf Stefánsson, handknattleikskappa en hann heldur inngangserindi að fyrirlestri Daniels um einhverfu og líf með henni í HR þann 21.júní næstkomandi. Ég kolféll fyrir þessari viðtalstvennu.

Rúsínan í pylsuendanum eru svo grænu viðtölin, meðal annars við Gísla Martein borgarfulltrúa meðal  annars þar sem hann segir að "Reykjavík má aldrei verða bílaborg". Gleymdi einhver að segja honum að borgin er bílaborg.

Það held ég.


Íþróttafrétt dagsins

Nú hefur dregið til þeirra tíðinda hér á norðaustur horni landsins að héraðssamböndum innan UMFÍ hefur fækkað um eitt. Laugardaginn 9. júní síðastliðinn voru Héraðssamband Suður-Þingeyinga (HSÞ) og Ungmennasamband Norður-Þingeyinga (UNÞ) sameinuð í eitt hérðassamband og ber það nafnið Hérðassamband Þingeyinga (HSÞ) eftir sameininguna.

Þessar fréttir hafa farið frekar lágt finnst mér en þó er hægt að lesa um þetta á vef UMFÍ ( http://umfi.is/umfi/veftre/frettir/?cat_id=11857&ew_0_a_id=283563 ) sem og vef HSÞ ( http://hsth.is/?page=frettir&view=nanar&id=323 ).

Hið nýja héraðssamband nær yfir mjög stórt landsvæði en maður á eftir að sjá hvernig starfsemi þess verður hagað miðað við það.

Meira síðar um þetta.


Glæsilegt

Stórglæsilegur sigur hjá stelpunum í dag og nú er bara að fylgja honum eftir á móti Serbum. Þessi úrslit sýna fram á miklar framfarir í kvennaknattspyrnunni á Íslandi síðustu árin og gefa vonandi byr í seglin um frekari þróun í þá átt á komandi árum.

Hugarfarið og getan var til staðar í dag og eru stelpurnar vel að þessu komnar. Til hamingju.


mbl.is "Hún er ótrúlega markheppin, stelpan"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott

Ég styð orð Ásthildar varðandi þetta efni en þrátt fyrir það er gríðarlega erfiður leikur á morgun gegn Frökkum. Og einmitt í þeirri stöðu er gott að hafa trú á sjálfum sér og getu félaga sinna. Nálgast leikinn á þeim nótum "hvað við getum" en ekki "hvað þær geta".
mbl.is Ásthildur Helgadóttir: „Erum besta íþróttalið á landinu eins og er"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög eldfimt ástand

Ástandið í Palestínu er mjög viðkvæmt heyrir maður og sér í erlendum fjölmiðlum staðan slæm á svæðinu.

Manni finnst skelfilegt til þess að hugsa sjóði endanlega uppúr og allt verði vitlaust. Það kemur þá líklega til með að hafa víðtæk áhrif á alþjóða samfélagið, langt út fyrir nánasta umhverfi Palestínu.

Nánar um þetta hér og hér.


mbl.is Hamas lýsir yfir fullkomnum yfirráðum á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolefnisjöfnun dagsins

Ég ákvað að ráðast í þá miklu framkvæmd að kolefnisjafna garðsláttuvélina mína í gærkvöldi og gróðursettum við eitthvað smotterí af trjám og runnum í brekkunni fyrir aftan húsið okkar. Held að það hafi verið tæplega tuttugu plöntur sem við settum niður og ætlum við að setja fleiri á næstunni því nú á eftir að fylla upp í svæðið með birkitrjám.

Þetta var kolefnisjöfnunarátak garðsláttuvélarinnar eins og áður er sagt og reyndar gerðum við gott betur en það því garðsláttuvélinni (þeirri bensínknúnu) var um leið endanlega lagt því fjárfest var í gamaldags bumbubanasláttuvél. Sú maskína er um leið umhverfisvæn og barnvæn þannig að Eyhildur getur dröslast í kringum mann þegar bletturinn er sleginn og það meira að segja í hreinu lofti.

Gerið betur segi ég nú bara fullur monts.


Við erum miðjan

Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur og á að sýna sig sem slíkan með áherslu á opið lýðræðissamfélag þar sem manneskjuleg viðhorf eru höfð í fyrirrúmi. Flokkurinn á að vinna með fólki fyrir fólk þar sem réttlæti og velferð á að ráða ríkjum. Þessi gildi hafa mikið með jafnvægi að gera og slíku náum við fram sé rétt haldið á málum nú þegar í hönd fer heildarendurskoðun á starfi og stefnumótun flokksins á næstu misserum.

Inn á við verður að horfa og ná að greina hvar farið hefur verið út af þeirri braut sem við kennum okkur við. Það þýðir ekki annað en að taka þannig á málum nú í kjölfar mikils kosningaósigurs. Aðeins á þann hátt að hafa skýr grunngildi í stafni og að allir leggist á eitt næst sá árangur sem viðunandi er.


mbl.is Valgerður kjörin varaformaður Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almennilegt

Þetta líst mér vel á og bíð ég spenntur eftir þessu útspili. Ég vænti skemmtilegra stílbragða og kannski aðeins öðruvísi sýnar á líðandi stund í samfélaginu. Fjölbreytileiki er magnað fyrirbæri og verður ennþá magnaðari eftir því sem samfélögin eru minni.
mbl.is Nýr veffréttamiðill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjö aldir rokksins

Ég hef undanfarnar vikur verið að fylgjast með ákaflega skemmtilegum heimildamyndaflokki,sem nefnist "Seven ages of rock" og fjallar eins og nafnið gefur til kynna um rokksöguna. Ég sit alveg límdur yfir þessum þáttum þó svo að ég sé ekki endilega þekktur fyrir að vera mikill tónlistarmaður. Kannski það sé söguáráttan mín sem veldur.

En hvað um það, ég hvet alla áhugamenn, bæði um sögu og tónlist að reyna að verða sér úti um þessa þætti til áhorfs. Það er vel þess virði.


Grettir dagsins

Það Weakþarf stundum eitthvað álíta til að koma manni í aðgerðastuð. Sú var reyndar ekki raunin í dag því maður er búinn að vera að gera alveg helling í dag. Mikið verk unnið í garðinum og svo var maður með eins og eitt stykki þrekpróf á hinum magnaða frjálsíþróttavelli hér á Laugum.

En Grettir er alltaf góður, meira að segja lélegur Grettir læðir fram bros.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband