Hugleiðing dagsins

Það góða við að vera ekki í tísku er að þá á maður ekki á hættu að detta úr tísku.

Akkúrat staðan fyrir mig.

Annars er ég staddur svona þessa dagana.


Gargandi snilld

Ef þetta er ekki hreinasta snilld þá veit ég ekki hvað. Svo miklu betra en fyrirmyndin, en það svo sem gerist af og til að ábreiðurnar verða betri.

http://www.youtube.com/watch?v=25A9S8C8YVs


Ekki alveg ófyrirséð

Það er svona tæplega að þetta sé frétt verður maður að segja. Ég held að það hafi verið svo mörg seinustu árin að það þarf að minnsta kosti að leita að einni rjúpnaskyttu á fyrsta degi veiðitímabilsins og maður er sko ekki svikin þess í ár. Eina spurningin er hvenær á fyrsta sólarhringnum útkallið komi.

Það mætti setja það á lengjuna meira að segja á hvaða tímabili það sé.


mbl.is Björgunarsveitir kallaðar út vegna rjúpnaskyttna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóru fiskarnir

Hvað ætli gerist þegar stóru fiskarnir í litlu tjörnunum lenda svo í stærri tjörn?

Jú þeir verða litlir fiskar í stórri tjörn og missa slagkraft sinn að nokkru leyti. Þess vegna vilja þeir vera áfram í litlu tjörnunum sínum til að halda í stærðarímynd sína og allt sem því fylgir.

Spáið í það.


Ekkert varið í þessa ráðningu

Mér finnst hún voða lítið spennandi þessi ráðning á landsliðsþjálfara. Ólafur er ágætur þjálfari það vantar ekki, mér finnst hann samt hreinlega ekki vera besti kosturinn í stöðunni og um leið ekki besti íslenski þjálfarinn. Það sem hann hefur gert er að gera lið að Íslandsmeisturum sem hafði mannskap yfir að ráða til að klára það dæmi í sífellt slakari íslenski efstu deild.

Fjöldi ungra íslenskra knattspyrnumanna fer erlendis mjög snemma á ferli sínum þannig að deildirnar á Íslandi njóta þeirra ekki. Erlendis verða þeir síðan sumir of stórir fyrir Ísland vegna þess atlætis sem þeir búa við þar. Til þess síðan að hafa stjórn á þeim í landsliðunum þarf að hafa verulegt nafn með góða starfsferilskrá. Þess vegna hefði ég viljað sjá þokkalega stórt erlent nafn sem landsliðsþjálfara. Staða KSÍ fjárhagslega hefur sjaldan verið betri og því hefði það líklega ekki staðið í vegi fyrir því.

Kannski vantar meiri metnað og skýrari framtíðarsýn? Mér finnst ég finna smá lykt af því.


mbl.is Ólafur ráðinn landsliðsþjálfari í knattspyrnu til ársloka 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleira hangir á spítunni

Mér finnast vera stærri fréttirnar í kringum þessa að FIFA er hætt við að skipta heimsmeistaramótinu á milli heimsálfa þannig að það sé ekki í sömu heimsálfu tvisvar í röð. Samkvæmt því kerfi er HM í Suður-Afríku árið 2010 og þá í Brasilíu árið 2014 eins og segir í fréttinni. Aðalástæðan sem FIFA gefur upp vegna ákvörðunar sinnar er sú að einungis Brasilía hafi sóst eftir mótinu 2014.

Bretar hafa verið snöggir að sjá sér hag í þessu atriði og telja nú að þeir komi sterklega til greina sem mótshaldarar árið 2018 vegna þess. Þeir eiga þó eftir að gera það endanlega upp við sig hvort þeir sækist eftir því.


mbl.is HM karla 2014 haldin í Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverður þáttur

Rakst á þennan þátt og fannst hann athyglisverður. Síðan sem hlekkurinn leiðir á fjallar ítarlega um innihald tveggja parta heimildamyndar um innrásina í Írak út frá öðru sjónarhorni en oftast er fjallað um. Ágætur þáttur það sem ég hef séð af honum annars.

Ekki góð fyrirsögn

Fyrirsögn fréttarinnar er eins og svo oft áður á Mogganum ekki góð.  Ákaflega lítið í innihaldi fréttarinnar sem styður fyrirsögnina, menn geta verið duglegir og vinnusamir, jafnvel talsvert í boltanum án þess að vera góðir.

Enda var Eiður bara talsvert slakur að mínu mati, sem og sumra sparkspekinga erlendis. Alveg jafn slakur og hann hefur verið í landsleikjunum undanfarið sem þó hafa nánast verið það eina sem hann hefur fengið að spreyta sig í haust eftir meiðsli.

Hvernig væri að hætta þessari sleikjudulu sem svo oft er ráðandi í fréttaflutningi af íslenskum íþróttamönnum erlendis, eða í það minnsta fjalla eins um alla. Ragna Ingólfs fékk nú að heyra það í grein í Mogganum um daginn að hún þyrfti nú að vinna þá betri líka ætlaði hún sér að komast hærra á heimslistanum.

Það held ég.


mbl.is Eiður góður í markalausu jafntefli Rangers og Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugasamar systur

Þær eru ekkert smá áhugasamar systurnar hérna að fylgjast með sláturgerð ömmu sinnar núna rétt Mynd019um daginn. Þær fengu auðvitað aðeins að taka þátt öllu saman og síðan borða afraksturinn seinna um daginn. Ekkert smá spennandi.

Annars verð ég að koma því að með þessu að það er ekkert smá sem blóðið hefur hækkað í verði á milli ára. Kostaði 79 krónur lítrinn í fyrrahaust en núna einar 249 krónur. Geri aðrir betur í hækkunum, eru þetta ekki rúmlega 200% hækkun?

Það liggur við að maður segi okur dagsins en þar sem þetta eru nú ekki stórar upphæðir lætur maður það nú vera núna.

PS Fyrir þá sem ekki þekkja systurnar í sundur þá er Salbjörg vinstra megin og Eyhildur hægra megin.


Spurning dagsins

Eru allar nætur jafn langar eða eru þær mismunandi langar eftir árstíma og þar með stöðu himintunglanna?

Spáið í það.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband