23.1.2008 | 13:12
Er Hilary að sleppa Suður-Karólínu ?
Næsta forval Demókrata fer fram í Suður-Karólínu ríki á laugardaginn kemur og hafa frambjóðendur barist harkalega undanfarið. Það náði líklega hámarki í kappræðunum sem ég fjallaði um í gær. En það nýjasta úr herbúðum Clintons er að Hilary ferðast út fyrir ríkið og halda fundi í ríkjum sem kjósa 5. febrúar. Bill er að vísu eftir í SK en eins og einhver sagði þá "er það Hilary sem er í framboði en ekki Bill.
Fyrrverandi formaður Demókrata (Dick Harpootlina) í ríkinu orðaði sýna skoðun á málin á þennan hátt:Clintons´SC strategy is typical Clinton sleight of hand, adding: When they get their brains beat out here on Saturday they will be able to say they didn´t really try here
Og fyrrverandi ríkisstjóri (Jim Hodges) sagði:
He called the Clinton approach to South Carolina an insurance policy against failure
En þetta bendir auðvitað til að stóri þriðjudagurinn nálgast þar sem 24 ríki halda forval og taugatitringurinn vegna þes sé að byrja að aukast all verulega.
Sjá nánar hér.
22.1.2008 | 22:56
Það verður ekki Clinton/Obama eða Obama/Clinton í haust
Ein af niðurstöðum kappræðna Demókrata í Suður-Karólínu í dag virðist vera sú að nú telja sumir það vera orðið skýrt að þau fari ekki saman í forsetaframboð í haust. Það er að segja að annað verði ekki varaforsetaefni þess þeirra sem vinnur útnefninguna.
Annars var þetta hörð senna þeirra á milli og öðru hverju skaut Edwards upp en hann er annars læstur í hlutverki þriðja hjóls í þessu. Hér er smá myndband með Hilary og hér er smá myndband með Barack. Hér er síðan hlekkur á álit nokkurra sérfræðinga á kappræðunum.
Einhversstaðar sá ég svo einkunnagjöfina A- á Obama þar sem hann hefði verið í heildina góður þrátt fyrir nokkur veik moment. B+ á Clinton og Edwards þar sem Clinton hefði verið æst í að fá Obama í slag (með Bill tilbúinn með sverðið á hliðarlínunni).
En þetta var bísna heit umræða þeirra á milli eins og sjá má
Obama said Clinton had worked as "a corporate lawyer sitting on the board of Wal-Mart" while he was a community organizer. Clinton jabbed Obama for representing a slumlord when he was a lawyer in Chicago.
Það held ég.
22.1.2008 | 21:31
... og þá voru eftir fimm
Núna fyrr í dag kom yfirlýsingin frá Fred Thompson um að hann drægi sig út úr kosningaslag Repúblikana. Búist hafði verði við henni frá því að hann lenti eingungis í þriðja sæti í Suður-Karólínu á laugardaginn var en það var í raun rothöggið fyrir áframhaldandi þátttöku hans í útnefningarkapphlaupinu.
Today I have withdrawn my candidacy for President of the United States," Thompson said in a terse statement. "I hope that my country and my party have benefited from our having made this effort. Jeri and I will always be grateful for the encouragement and friendship of so many wonderful people.
Ekki er búist við því að hann lýsi yfir stuðningi við neinn hinna frambjóðendanna sem eftir eru strax. Þó sýnist mér að menn hallist helst að því að það verði þá við McCain sem hann styður verði það einhver, svona opinberlega. Meira hér.
Annars er það að frétta hjá Repúblikönum að þeir búa ennþá við það að hafa engann "frontrunner" ennþá en þeir hafa löngum reynt að útkljá baráttuna eins snemma og kostur er. Það er því allt ennþá í spilunum og miklar bollaleggingar um hvernig þetta fer allt saman. Það er einhvernveginn eins og þeir séu að fá meiri athygli hjá pressunni út á þetta og áhuginn sé aðeins að dofna á Clinton og Obama um leið þrátt fyrir nokkuð snarpar kappræður þeirra í millum í Suður-Karólínu (og ekki gleyma Edwards, hann er ennþá með).
Romney hefur unnið þrjú ríki, McCain tvö og Huckabee eitt. Og ef við þetta bætist að Giuliani vinnur svo í Flórida eins og hann hefur lagt mikla vinnu í þá er myndin engu skýrari en hún er í dag og þannig fer staðan þá inn í ofur þriðjudaginn, allt opið ennþá. Það er jafnvel farið að tala um að staðan geti einnig verið tiltölulega jöfn á milli 3-4 manna ennþá eftir ofur þriðjudaginn og þá út baráttuna og þannig verði farið inn í landsþingið, enginn með yfirburði. Þetta er orðinn möguleiki og þá taka við gömlu góðu samningarnir á staðnum við, klækirnir og uppboðin á sjálfu flokksþinginu. Það ætti kannski að senda einhverja borgarfulltrúa úr borg óttans til að aðstoða við það.
Það held ég.
PS Kem til með að setja inn skoðanakannanir á næstunni úr þeim ríkjum sem framundan eru, Suður-Karólínu, Flórida og síðan úr þessum 21/22 ríkjum á "Tsunami tuesday" eftir tíma og nennu.
22.1.2008 | 20:56
Af hverju Clinton og Obama berjast í kosningasvikaávirðingum
Hér kemur smá innsýn í það hvers vegna þau héldu áfram með að ýja að því að framboð hvors annars hefðu rangt við í kosningunum í Nevada
Both sides know that litigating what happened in Nevada has NO chance of changing the results. But, they also know that, among Democratic base voters, the issue of voter intimidation and voter disenfranchisement is a very powerful one. The ghosts of 2000 in Florida still linger for many within the ranks of the Democratic party. As a result, neither Obama nor Clinton can risk having his or her campaign be seen as tolerating those sorts of tactics for fear of alienating the party base (http://blog.washingtonpost.com/thefix/?hpid=topnews)
Þetta veitti manni aðeins meiri skilning og er auðvitað svo augljóst.
22.1.2008 | 19:56
Kellingar og hálfvitar!
Það var eiiginlega sorglegt að hlusta á lýsinguna af landsleik Íslands og Þýskalands í dag. Ekki endilega vegna frammistöðu liðsins, ég reiknaði ekki með henni neitt mikið öðruvísi en hún var eins og ég hef áður útskýrt. Það var aftur á móti frammistaða lýsandans, Adolfs Inga Erlingssonar, sem var döpur, já eiginlega sorgleg.
Hjá honum stóðu uppúr tvo ummæli í þá áttina er voru um dómgæslumenn leiksins
"þessar norsku kellingar" og "ég verð bara að segja það, hálfvitar".
Þetta sæmir ekki reyndum íþróttafréttamanni sem á að kunna að bera virðingu fyrir öllum aðilum sem að íþróttum koma, þar með talið dómurum. Ef að einhverjir dómar þeirra voru vafasamir, sem ég er nú bara hreint ekki svo viss um, þá á lýsandinn að komast frá málinu á einhvern annan hátt. Það er krafa á Adolf Inga, sem og aðra íþróttafréttamenn að þeir komi þannig frá sér efni að maður haldi ekki að maður sé staddur í hópslagsmálum í miðborg Reykjavíkur einhverja nóttina.
Er það nema von að það séu vandræði varðandi dómgæslu í íslensku deildinni þegar svona lagað er haft fyrir fólki af manni sem á að teljast fagmaður. Trúið mér þetta hefur áhrif.
Það held ég.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2008 | 12:37
Keyptur til samstarfs
Mín tilfinning varðandi þetta nýja meirihlutasamstarf í borg óttans (hún fer nú að verða það all verulega ef maður er stjórnmálamaður) er bara ein. Ólafur var keyptur til samstarfs með borgarstjórastólnum. Einfalt mál, svo kemur yfirklórið með málefni út og suður, sumt gert, annað ógert og sumt geymt.
Framtíðin er svo ljós varðandi meirihlutann. Hann hangir á bláþræði þar sem varamaður Ólafs styður hann ekki og ekki má ganga fram hjá honum ef þannig stendur á og miðað við það sem Björk Vilhelmsdóttir segir/staðfestir þá getur maður ekki annað en leitt hugann að því að þær aðstæður geti komið upp.
Vilhjálmur er auðvitað staðgengill í borgarstjórastarfinu, ekkert mál með það en borgarstjórnarfundirnir eru annað.
En tilvitnun dagsins í þessu kom á fréttamannafundinum í gær þegar Ólafur var spurður af hverju Margrét Sverrisd. hefði ekki verið með í ráðum. Þá gall við skýr kvenmannsrödd úr baklínu sjálfstæðismanna "nú hún er ekki í borgarstjórn". Alveg rétt og það er líklega lífsspursmál fyrir þennan nýja meirihluta að hún verði það ekki það sem eftir er kjörtímabils.
Það held ég.
21.1.2008 | 21:19
Bill að ofgera?
Enn eru dreggjar forvals Demókrata í Nevada á laugardaginn að leka um fréttamiðla höfuðríkis hins frjálsa heims. Í aðdraganda þess fór Bill Clinton að beita sér af meiri hörku en verið hafði í slagnum fram að því (hafði reyndar aðeins sýnt það í New Hampsire). Nú ber Obama blak af sér undan Bill og segir að sér líði eins og hann sé að berjast við "báða" Clintonana. Alveg hárrétt og þar af er annar þeirra fyrrverandi forseti og einn vinsælasti Demókrati seinni ára vilja margir halda fram (það hefur reyndar ekki verið erfitt að vera það held ég).
Herbúðir Clinton segja honum að hætta að skæla, hann sé í kosningabaráttu og þar sé barist. Aftur á móti finnst sumum framámönnum í flokknum Bill beita sér full harkalega og fara á köflum yfir strikið og hafa biðlað til hans að "step it down" eins og þeir orða það, hægja aðeins á sér.
Fréttaskýrendur sumir hverjir aftur á móti telja aftur á móti að Bill líti frekar út eins og hörundssár eiginmaður í þessum aðstæðum frekar en fyrrverandi forseti sem er í forsvari fyrir kosningabaráttu frambjóðanda og að hann sé ekki búinn að finna réttu línuna í þessari baráttu.
The Clintons long have been a political couple and a political team, and in the heat of battle against an attractive opponent, she risks allowing her candidacy to be seen as a vehicle for preserving the power of the Clintons and their network, rather than one that charts a more independent course.
It is too much to expect Bill Clinton not to fight hard for his wife, but he must know that, as a former president, there is a fine line he must walk in doing so. It's not clear he has yet found it
Aðrir segja að þau hjónin séu að leika "bad cop-good cop" leikinn þar sem Hilary passar vel upp á það að vera jákvæð og uppbyggileg í sinni framkomu en Bill sjái um skítadreifinguna.
Þetta er að hitna all verulega upp a.m.k. en líklegt verður að teljast að Obama vinni Suður-Karólínu á laugardaginn en Hilary Florida þann 29. sem skiptir reyndar engu máli varðandi kjörmenn því Florida fær ekki að senda neina slíka á landsþing. Það verur því sigur til að byggja sig upp. Síðan kemur "super tuesday" með stór ríki þar sem Clinton er með verulega góða stöðu í.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2008 | 17:23
Örstutt innskot um Obama og Clinton
Svona til þess að hafa það á hreinu í því sem ég skrifa um forval og prófkjör í Bandaríkjunum þessa daga (og lengi enn líklega) þá er ég fylgismaður Obama. Ég reyni samt að miðla því sem ég les og heyri hlutlægt, þetta er samt sem áður atriði sem menn geta haft í huga við lesturinn. Hjá hinum aðilanum er sá aðili sem ég er hrifnastur af ekki í toppbaráttunni en það er Giuliani. Mér virðist hann ekki eiga möguleika á útnefningu síns flokks.
En ég hef verið að hugsa svolítið um eitt viðtal sem ég sá aðfaranótt sunnudags í kjölfar prófkjöranna þriggja. Það var við reyndan stjórnmálaskýranda vestan hafs, man ekki hvað hann heitir.
Hann sagði tiltölulega orðrétt (skrifað eftir minni):
Obama is the stronger candidate, no doubt about that in my mind. But he is up against the Clintons and they are mean, they are a mean machine. I think he didn´t know what he was going to get.
Ég held að þetta sé að mestu leyti rétt hjá honum nema ég held að Obama hafi vitað hvað beið hans í baráttunni.
Þar fyrir utan er í fullu stríðið um það hvor aðilinn vann Nevada. Mér finnst það vera aukaatriði, Clinton vann í atkvæðum talið og það færir henni forskot. Hins vegar skilur maður það að Obama vilji reyna allt hvað hann getur til að stöðva að "momentið" færist til Clinton.
21.1.2008 | 12:46
Snýst ekki um fatapeninga
Ætli menn séu ekki búnir að átta sig á eðli málsins í fatapeningamálinu Guðjóns Ólafs, ég hefði haldið það a.m.k. núna svona þegar hann er búinn að draga flest sín spil upp á borðið.
Þetta snýst nefnilega alls ekki um einhverjar sporslur til fatakaupa, það var bara sett fram til að ná eyrum fjölmiðla. Ekki að þess hefði endilega þurft held ég því það er í tísku hjá þeim að fjalla um öll ágreiningsmál sem upp koma í Framsókn, stór og smá og allt þar á milli.
Þetta er einfaldlega Guðjón Ólafur á leið út úr pólitík á sinn hátt sem virðist vera með því hugarfari að "ef ég fer út þá tek ég alla sem ég get með mér". Ekki gott og alls ekki merkilegt.
En að því sögðu þá er gott að þetta er komið upp á þennan hátt og orð Björns Inga eru skiljanleg að mínu mati. Stundum þarf hrossalækninga við og mér virðist það vera í spilunum í Reykjavík núna.
Hitt er svo annað að á svona stundum þurfa formenn flokka að vera röskir, með bein í nefinu og taka á málum miðað við eðli þeirra og alvarleik.
Það held ég.
20.1.2008 | 21:10
Hugleiðingar eftir úrslitin hjá Demókrötum í gær
Clinton vann í Nevada í gær, Obama tapaði. Þar sem hlutirnir hafa snúist um að byggja upp "moment" fyrir ofur þriðjudaginn 5. febrúar þá er það mjög mikilvægt fyrir Clinton að hafa unnið í Nevada. Þrátt fyrir að skoðanakannanir hafi sýnt það fyrirfram að svo færi þá lásu menn hlutina þannig samt að Obama gæti unnið Nevada, líkt og Clinton gerði í New Hampsire.
Ef annar hvor aðilinn átti meiri efni á að tapa þá var það Obama því nánast öruggt er talið að hann vinni í Suður-Karólínu á laugardaginn kemur. Nýjustu kannanir sýna hann með yfir 10% forskot þar. Og þá er staðan 2-2 þeirra í millum í ríkjum talið en sigur Clinton í Michigan telur auðvitað ekki með í þessu. Hlutirnir hafa breyst við þessi úrslit telja samt fjölmiðlar í BNA. Obama hafði "momentum" eftir IOWA sem skilaði sér ekki inn í New Hampsire (nokkrar góðar skýringar til um skoðanakannavillur fyrir þær kosningar). Nú líta menn á að Clinton sé komin á ölduna góðu og sé að ná yfirhöndinni varðandi hið tíðrædda "momentum". Það er kannski þess vegna sem Obama gekk langt í að lýsa yfir kjörmannasigri í Nevada, til að reyna að stöðva tilfærslu "momentsins" en samkvæmt fjölmiðlum virðist hann ekki hafa náð því fyllilega.
Þetta snýst nefnilega svo mikið um það að hafa "BIG Mo" inn í "Super tuesday" (sumir ganga það langt að nefna hann "Tsunami tuesday") í stað þess að hafa "No Mo" eins og einhver stjórnmálaskýrandinn orðaði það.
Þá er það Flórida, þar sem kosið verður 29. janúar, sem mesta spennan og lokauppbygging "momentsins" sem allt byggir á. Í Flórida hefur Clinton góðan meðbyr og kemur vel út í könnunum þar, með á bilinu 8-33% fram yfir Obama. Hann hefur reyndar verið að saxa á forskot hennar allsstaðar en líklega nær hann ekki nær Clinton þar en 8-10% og þar með fer Clinton inn í ofur þriðjudaginn á hárri öldu augnabliksins.
Ég veit síðan að einhverjir reikna með því að annað hvort þeirra dragi sig út úr kapphlaupinu eftir 5. febrúar en ég geri það ekki. Ég reikna með að Clinton verði ofan á eftir þann dag en Obama held ég að telji sig eiga meira inni og hafi meira til málanna að leggja. Ég held að þetta fari langt þetta kapphlaup. Síðan má ekki gleyma John Edwards, sem skýrendur vestan hafs kalla atvinnustjórnmálamann. Hann kemur til með að hafa kjörmenn og fylgi eftir ofur þriðjudaginn sem annað hvort Clinton eða Obama myndi gjarnan vilja fá. Þá er spurningin hvað hann fær í staðinn en ég reikna örugglega með að þá dragi hann sig til baka og semji um eitthvað gott embætti sér til handa fyrir þann aðila sem hann telur sigurstranglegri á þeim tímapunkti.
Eitthvað áframhald verður á þessu hjá mér á næstunni, þ.e.a.s. ef einhver nennir að lesa þetta.