Tilvitnun næturinnar

Ég held að menn gætu alveg haft eftirfarandi tilvitnun í huga þegar þeir taka þátt í stjórnmálunum í borg óttans. Hún er tekin úr kapphlaupinu um forsetaframbjóðendaútnefningu í hinni stóru Ameríku.

Never get into a wrestling match with a pig, you both get dirty, and the pig likes it

Svo er þetta auðvitað líka spurningakeppni. Hver frambjóðendanna sagði þetta og til hvers beindi hann þessu?


Dauðakoss McCains ?

Nú berjast þeir nánast á banaspjótum Repúblikarnir í forvali sínu, og þetta segir maður eftir að hafa séð einhverjar kurteisustu kappræður þeirra á millum í slagnum fram að þessu. Þær voru nánast eins og fermingarbarnamót.

En það nýjasta nýtt hjá þeim er að nú hefur forystusauðurinn, John McCain hlotið stuðningsyfirlýsingu (endorsement) frá heldur betur sterkum aðila í hinu ameríska fyrirmyndarþjóðfélagi. Þessar stuðningsyfirlýsingar ku vera þónokkuð notaðar og yfirleitt ákaflega vel þegnar. Barac Obama fékk til dæmis eina slíka frá John Kerry núna um daginn (menn töldu reyndar sumir að hefði ekki skipt neinu máli en látum það liggja milli hluta. Nú bregður hins vegar svo við að þessi stuðningsyfirlýsing til handa John McCain er skilgreind sem "kiss of death" eða dauðakossinn á okkar ástkæra og ylhýra.

Það er ekkert minna en hið virta blað New York Times sem veitir honum stuðning sinn á þennan hátt, blað hliðhollt Demókrötum. Þetta fer því ekkert sérstaklega vel í hörðustu Repúblikana en ljóst er af inngangi að þessari stuðningsyfirlýsingu að þeir þurfa nú ekkert að vera neitt sérstaklega hræddir, eða hvað?

We have strong disagreements with all the Republicans running for president

Og meira úr sömu grein

Still, there is a choice to be made, and it is an easy one. Senator John McCain of Arizona is the only Republican who promises to end the George Bush style of governing

Það er ekkert annað.

NYT greinir einnig frá því í dag að það styður Clinton til útnefningar Demókrata og hvetur fólk til að ljá henni atkvæði sitt þann 5. febrúar næstkomandi. Þetta gerir blaðið þó smekklega án þess að setja Obama neitt niður.

By choosing Mrs. Clinton, we are not denying Mr. Obama’s appeal or his gifts

Og áfram

Mr. Obama and Mrs. Clinton would both help restore America’s global image, to which President Bush has done so much grievous harm

Mér líst ágætlega á þetta þó svo að ég sé ekki sammála varðandi Clinton og Obama en ég hef nú alltaf verið aðeins öðru vísi.

Og svona í lokin segir hvers vegna blaðið standi ekki við bakið á Giuliani þar sem það er nú staðsett í New York og þar fær hann það óþvegið...

The real Mr. Giuliani, whom many New Yorkers came to know and mistrust, is a narrow, obsessively secretive, vindictive man who saw no need to limit police power. Racial polarization was as much a legacy of his tenure as the rebirth of Times Square.

Mr. Giuliani’s arrogance and bad judgment are breathtaking...... He fired Police Commissioner William Bratton, the architect of the drop in crime, because he couldn’t share the limelight. He later gave the job to Bernard Kerik, who has now been indicted on fraud and corruption charges.

The Rudolph Giuliani of 2008 first shamelessly turned the horror of 9/11 into a lucrative business, with a secret client list, then exploited his city’s and the country’s nightmare to promote his presidential campaign

Þetta kalla ég að fá það óþvegið, en þetta er auðvitað demókratískt blað er það ekki?


Hinir pólitísku kverúlantar Íslands

Ég veit ósköp vel að þjóðfélagið okkar er lítið og þar af leiðandi ekkert rosalega margir sem geta talist sérfræðingar á hinum og þessum sviðum. Þar af leiðir að þegar tala á um málefni líðandi stundar getur reynst erfitt að hafa ferskleikann í fyrirrúmi og fá nýja sýn á málin frá nýjum sjónarhornum með nýju fólki.

Hins vegar finnst mér arfaslakt þegar sömu einstaklingarnir eru togaðir upp úr sínu þrönga umhverfi, þar sem búið er að skapa þeim einhvers konar stall sem stundum er ekki full innistæða fyrir.

Þess vegna finnst mér alveg kominn tími á að gefa greyið Agnesi Bragadóttir smá frí frá því að vera aðalálitsgjafi RÚV í málefnum líðandi stundar. Hún dúkkar upp reglulega bæði í Kastljósi og Silfri Egils með sitt forherta viðmót þar sem af henni lekur hrokinn og yfirlætið skýn úr hverjum andlitsdrætti. Hver einasta hreyfing hennar segir "ég veit betur en þú, vertu ekkert að reyna að segja eitthvað annað".

Það er kannski hreinlega kominn tími á að RÚV ráði hreinlega fastan sérfræðing í þetta starf, einhvern sem býr yfir þeim eiginleika að vera talinn hlutlaus og heiðarlegum af langflestum. Starfið fælist í því að kryfja til mergjar, kafa undir yfirborðið og koma upp með það sem máli skiptir hverju sinni.

En RÚV er auðvitað ekkert að því, kannski ekkert fyrir það heldur.

En þetta er bara mín skoðun.


Staðan daginn fyrir forval í Suður-Karólínu

Ég heyrði í hádegisfréttum hjá RÚV í dag niðurstöður í skoðanakönnun í Suður-Karólínu um fylgi framjóðenda í forvali Demókrataflokksins. Niðurstöðurnar komu mér svo sem ekkert á óvart þar sem ég hef fylgst dulítið með þeim könnunum sem gerðar hafa verið undanfarið. Það kom mér hins vegar á óvart hvernig hægt var að halda því fram í sömu frétt að fylgi Obama hefði minnkað um 5% síðustu þrjá daga.

Safnkönnun fimm kannana gerðum á bilinu 15.-24. janúar sýna sömu eða svipaðar niðurstöður og sagt var frá hjá RÚV eða Obama 38,2%, Clinton 26,4% og Edwards 19,2%. Munurinn er að RÚV segir fylgi Edwards sé 21% og Clinton 25%.

Ég sé hins vegar ekki að hægt sé að segja það sem sagt var um fylgi Obama í fréttinni nema þá að velja sérstakar kannanir til viðmiðunar sem segja það sem þú vilt segja. Staðreyndin er sú að mikil sveifla hefur verið í könnunum í fylkinu allan janúarmánuð þar sem Obama hefur haft á bilinu 6-20% forskot á Clinton. Sjá hér. (Efst á síðunni eru safnkannanirnar en neðar er hellingur af könnunum síðan í desember 2006).

Minn gamli franski stærðfræðikennari sagði að það væru til þrenns konar lygar. Lygar, helvítis lygar og tölfræði. (Þetta er auðvitað ættað annars staðar frá en frá henni, man bara ekki í svipinn hvaðan, gott ef þetta er ekki í formála tölfræðikennslubókar í menntó). Ég held að þetta eigi við gæti menn ekki hvernig þeir setja hlutina fram.

En það sem kannanir gefa vísbendingu um er að Obama muni sigra prófkjörið í Suður-Karólínu, Clinton dalar heldur og Edwards sækir nokkuð í sig veðrið. Hann stóð sig enda mjög vel í kappræðum þeirra á milli á þriðjudaginn var þó svo að hann ætti erfitt með að ná þeirri athygli sem hann hefði mátt fá.

Það held ég.


Kucinich dregur sig til baka hjá Demókrötum

Núna hefur Dennis Kucinich dregið sig út úr kapphlaupinu hjá Demókrötum. Þetta kemur svo sem ekkert sérstaklega á óvart enda um að ræða svolítið fjarlægan draum hjá honum. Hann hefur þó vakið nokkra eftirtekt og þá sérstaklega fyrir mjög harða mótstöðu við Íraksstríðið og mjög tilfinningaþrungna frammistöðu í kappræðum sem oft voru sæmilega árangursríkar. Hann var þess vegna rödd hins verulega frjálslynda Demókrata.

There is a point at which you just realize that you, look, you accept it, that it isn't going to happen and you move on

Ástæðurnar hjá honum fyrir því að hætta nú eru annars vegar sú að honum var ekki boðin þátttaka í kappræðunum í Nevada ríki og svo hins vegar, sem er auðvitað aðalástæðan, að hann sér nú fram á mjög harða samkeppni um þingsæti sitt í Ohio. Þar hefur hann verið með mjög sterka stöðu og verið kosinn í fimm kosningum en nú þegar hann sækist eftir sjötta skiptinu þá er mjög öflugur andstæðingur að sækja að honum. Hann hefur því sem sagt ekki tíma til að vera að vasast í einhverju forsetaframboði sem blindur maður sér að hann hefur ekkert í að gera heldur þarf hann að sinna kosningabaráttu á öðrum vettvangi.

Mér vitanlega hefur hann ekki kveðið upp úr um stuðning sinn við einhvern hinna frambjóðendanna sem eftir standa. Reyndar er beðið eftir formlegri yfirlýsingu frá honum á morgun um brottgöngu sína úr slagnum.

Það held ég.


Ég er lýðræðissinni

Ég tel mig vera mikinn stuðningsmann lýðræðis þar sem fólk á að geta komið sínum skoðunum á framfæri á ýmsan máta. Það tel ég vera ákaflega mikilvægt að skoðanafrelsi sé virt. En ég er líka á því að ábyrgð fylgi því að hafa slíkt vald með höndum sem hver og einn einstaklingur býr yfir í lýðræðinu.

Að þessu sögðu fannst mér áhorfendur á borgarstjórnarfundinum sem byrjaði nú í hádeginu fara alveg út á ystu mörk þess að misnota valdið sitt. Mótrökin geta kannski verið sú aftur á móti að kjörnu fulltrúarnir hafi gert slíkt hið sama.

Einhverntímann spurði ég hvort hægt væri að segja meira en nóg, ég held að slíkt hafi verið gert í byrjun fundar í dag.

Það held ég.


Hvað hef ég svo sem um málið að segja?

Mér finnst vera mikill sjónarsviptir og missir að Björn Ingi Hrafnsson skuli hafa ákveðið að segja sig frá borgarstjórn Reykjavíkur. Ég hef alla tíð stutt hann og verið hrifinn af framgangi hans í stjórnmálum innan Framsóknarflokksins. En svo virðist ekki vera um alla greininlega.

Það sem Björn Ingi hefur gengið í gegnum nánast frá upphafi ferils síns í flokknum er hrein ósanngirni og rætni á köflum. Bæði utan flokks og ekki síður innan, meira innan en mig óraði nokkurn tímann fyrir. Það finnst mér miður, mjög miður. Það er kristaltært að með svona félaga þarf maður enga mótherja.

Ég sakna þess sérstaklega að formaður flokksins skuli ekki, mér vitanlega né sýnilega, hafa gengið í þau mál sem nú hafa æxlast á þann veg sem orðið er. Gengið þannig í þau að sómi væri af fyrir flokk og annan forystumann, sem gæti hafa þurft á slíku að halda. Hvar er styrkurinn fólginn? Jú í því að ganga inn og leysa vandamál þegar á þarf að halda. Ég hef alltaf verið hrifnari af því að leysa vandamál en búa þau til, ég veit að svo er ekki farið um alla.

En ég held áfram að styðja Björn Inga og óska sérstaklega eftir því að hann haldi áfram pólistískum störfum á vettvangi Framsóknarflokksins því þar á hann allan minn stuðning þó svo ekki mikill sé kannski í sjálfu sér. Ég er jú langt frá Reykjavík.

Það held ég.


Næstu prófkjör í Bandaríkjunum

Ég var búinn að lofa að koma með smá um nýjustu skoðanakannanirnar varðandi útnefningu forsetaframbjóðenda í BNA.

Fyrst ber að telja að málið er dautt hjá Demókrötum í Suður-Karólínu á laugardaginn að því að virðist. Þar er Obama með gott forskot, yfir tíu prósentustig í öllum síðustu könnunum utan einni að því að ég held. Og eins og ég sagði í fyrri færslu þá hefur Clinton meðtekið það og reynir að snúa kosningunni og úrslitunum á einhvern hátt í góðæri framtíðarinnar fyrir sig.

En þá eru það Repúblikanar. Þar er nóg að gerast og ekki endilega hægt að sjá á milli manna þó menn hafi hallast að því síðustu daga að McCain sé forystusauðurinn. Það hefur þó breyst því nú sýna kannanir Mitt Romney á toppnum í Flórida en hann virðist vera sá frambjóðandi sem mest hefur sótt í sig veðrið við brottfall Fred Thompson úr baráttunni. Romney er með 25% en McCain er með 20% og Giuliani 19%. Þar hefur Huckabee gefið nokkuð eftir með 13% nú en hann var á toppnum þar á tímabili fyrir helgi. Eitthvað flæði er þó á milli manna en núna eru stuðningsmennirnir staðfastastir að baki þeirra, sem standa lægst.

Þá er einnig talað nokkuð um það að Giuliani sé að bíta úr nálinni með það að hafa sleppt baráttunni í ríkjunum sem kusu snemma og leggja í staðinn allt kapp á nokkur stór ríki sem kjósa 5. febrúar. Núna sýna kannanir í New York að hann sé vel á eftir McCain þar eða einum 6%. Hann hefur eiginlega verið niður á við í öllum könnunum undanfarið og ætli hann sé ekki hreinlega að sigla úr leik hreinlega.

Síðasti punkturinn er svo sá að menn eru auðvitað farnir að spá í sjálfar forsetakosningarnar í nóvember og para saman frambjóðendurna, hver getur unnið hvern sem sagt. Og merkilegt nokk, samkvæmt þeim könnunum myndu hvort þeirra sem er, Obama eða Clinton, vinna hvaða frambjóðenda Republikana .... nema einn. Hann aftur á móti myndi vinna þau bæði, sama hvort þeirra það væri sem færi fram á móti honum. Þetta er auðvitað hinn háaldraði og síhressi John McCain. Og nú verður manni kalt. Mér finnst þessar pælingar skemmtilegar þó langt sé í sjálfar forsetakosningarnar en þær gera það að verkum að ég er til í hvern sem er í framboð fyrir Repúblikana nema McCain. En annars flott að sjá Romney þá bæta við sig, spurningin er þá í framhaldinu hvert fara atkvæði Giulianis þegar hann dregur sig út?

Meira um svona lagað á næstunni, ég er svo mikið fyrir tölur.

Það held ég.


Glitský

GlitskýHér gefur að líta lítið glitský sem sást yfir Reykjadalnum seinnipartinn í dag. Ekki ýkja góð mynd enda tekin á GSM síma en ég varð nú að setja hana inn samt.

Reyndar lítur þetta frekar út fyrir að vera fljúgandi furðuhlutur en glitský á myndinni en inn fer hún samt.


Kynþáttakosningar hjá Demókrötum?

Alveg frá því að Barack Obama hóf vegferð sína til útnefningar Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi hans í haust, hefur hann gert allt sem hefur getað til að halda kynþáttamálum frá baráttunni. Þetta er ekki kynþáttabarátta heldur val um forsetaefni byggt á málefnum en ekki kynþætti.  Smátt og smátt hefur þessi nálgun hans held ég laðað að honum fleiri og fleiri svarta kjósendur af því að þeir trúa því að það sé möguleiki að aðrir en þeir kjósi hann og þar með sé raunverulegur möguleiki á útnefningu hans. Það er ekki lengur bara draumórar að svo sé.

Það var Clinton sem kom upp með MLK og fékk á baukinn í staðinn. En ef þau ganga lengra? Sumir tala um að það sé stragetía hjá þeim að sjást sækjast eftir atkvæðum svartra í Suður-Karólínu, eitthvað sem þau vita alveg að gengur ekki hjá þeim. Síðan hafa þau leitt athygli fjölmiðla á því hve margir slíkir kjósendur mæti á kjörstað í SK og hve miklum stuðningi það skilar Obama.

Og bingó. Hellingur af hvítum kjósendum snýr frá Obama í framhaldinu af því að hann er bara fyrir svarta fólkið. Eða eins og segir á síðu Rasmussen kannanafyrirtækisins ameríska:

If Hillary loses South Carolina and the defeat serves to demonstrate Obama’s ability to attract a bloc vote among black Democrats, the message will go out loud and clear to white voters that this is a racial fight. It’s one thing for polls to show, as they now do, that Obama beats Hillary among African-Americans by better than 4-to-1 and Hillary carries whites by almost 2-to-1. But most people don’t read the fine print on the polls. But if blacks deliver South Carolina to Obama, everybody will know that they are bloc-voting. That will trigger a massive white backlash against Obama and will drive white voters to Hillary Clinton

Snilldarplan, engin fingraför og allir sáttir. "Only in America" er það fyrsta sem manni dettur í hug.

Það held ég.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband