2.4.2008 | 23:49
Obama og Al Gore
Það hefur aðeins verið minnst á Al Gore (er hann ekki annars að verða einn hinna frægu Íslandsvina?) í prófkjörsbaráttunni vestan hafs.
Það nýjasta í því er að Barack Obama segir það koma vel til greina að hann hafi Gore í ríkisstjórn sinni verði hann kjörinn forseti í haust. Umhverfismál yrðu þá á könnu Gore en hann skartar jú Nóbel vegna umhverfisbaráttu sinnar er það ekki?
Svo er það stóra málið úr baráttunni í dag. Það er nefnilega búið að panta hótelherbergi í Denver fyrir kjörmenn (a.m.k. einhverja þeirra) Flórida ríkis þegar landsfundur Demókrataflokksins verður haldinn í haust.
You would not believe the importance of having a hotel, said Representative Corrine Brown, D-Jacksonville. Florida Democrats now can move ahead with planning to attend the August convention
Sem sagt, tímamótaákvörðun varðandi kjörgengi þessara fulltrúa á landsfundinum.
Það reynir verulega á Howard Dean, framkvæmdastjóra flokksins í þeim aðstæðum sem nú eru uppi í forvali Demókrata og sumum finnst hann ekki alveg hafa næga vigt til að leysa málin svo vel sé.
Tilvitnun dagsins er síðan sú að það sé ekkert óeðliegra að sjá stórt, feitt, loðið og bleikt svín á sjónvarpsskjánum heldur en fréttalesara og fréttamenn FOX news þar. Þetta var sagt í tilefni komu fyrrgreinds svíns á skjáinn á FOX vegna Pork report day. Tek undir það enda fer um mann hrollur eftir tveggja mínútna áhorf.
2.4.2008 | 22:55
Strúturinn á efnahagsmálin
Maður sér ekki betur en ríkisstjórn taki bara strútinn á efnahagsmálin. Höfuð og hugsun á kaf í sandinn og heyri hvorki né sjái og þaðan af síður geri eitthvað.
Það er helvítlegt.
Nema þá kannski það sé verið að vinna í lántöku til að dæla peningum í bankana.
Og svo auðvitað hækkun launa til handa öryrkja og aldraðra sem er víst meira en nóg af því að engir aðrir fengu hækkun um áramót. Það er reyndar ekki alls kostar rétt með farið hjá félagsmálaráðherranum.
Þar fyrir utan er félagsmálaráðherrann sá ráðherra ríkisstjórnarinnar sem veldur mér hvað mestum vonbrigðum. Heyrist varla í né sést til hennar Jóhönnu eins og hún lét reyndar hátt fyrir ekki mörgum mánuðum. Hún virðist vera orðin þægari í taumi, líklega til að missa ekki stólinn.
1.4.2008 | 20:08
Prófkjörssagan endalausa
Prófkjörsbarátta þeirra Obama og Clinton er eiginlega miklu meira en hálftíma of löng bíómynd, þetta er orðin sagan endalausa. Og á meðan hún er enn í gangi er enginn tími aflögu til að undirbúa fyrir alvöru kosningabaráttu haustsins.
Þá fær John McCain einnig á meðan alveg ágætis tíma til að undirbúa sig fyrir baráttu haustsins auk þess sem hann fær ákaflega þægilega meðhöndlun margra fjölmiðla þegar Obama og Clinton eru tekin í gegn.
Annars finnst mér þessi grein Eugene Robinson um það vera ágæt. Af hverju fær John McCain að vera í friði fyrir fjölmiðlum með þá stefnu sína að fylgja stefnu Bush varðandi Íraksstríðið út í einskismannsland.
If Democrats are going to take several more months to settle on a presidential nominee, they had better find some way to stop giving John McCain a free ride on Iraq. He should have to explain why he wants to keep us on George Bush's long, winding path to nowhere
Þetta gerist á meðan Repúblikanar voru að undirbúa sig í þeim áróðri að Íraksstríðið væri svo gott sem búið og ástandið þar orðið nánast bærilegt. En svo komu auðvitað atburðir síðustu vikna og settu smá strik í reikninginn með það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 20:39
Þarf svo lítið til
Athyglisverðast í þessu öllu saman finnst mér hvað það þarf í rauninni lítið til að lama allt samgöngukerfi okkar Íslendinga hvort sem um er að ræða á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar á landinu.
Það má svo rifja það upp að svipaðar aðgerðir vöruflutningabílstjóra urðu Tony Blair næstum því dýrkeyptar í upphafi forsætisráðherraferils hans.
Ætli það verði nokkuð svipað uppi á döfinni hér nú?
![]() |
Bílstjórar lokuðu hringvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2008 | 23:49
Edvaldsson longs for Iceland guts
Skemmtilegt örviðtal við Atla Eðvalds inni á heimasíðu UEFA.
The 51-year-old may be an admirer of the skills that modern football has to offer but, for the sake of the national game, he wants to see more of the grit that was always a local characteristic ...... but we must not forget our strength which is power and pace
Athyglisvert
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2008 | 17:09
Ungar vonarstjörnur
Ég er ekki ung vonarstjarna, fékk að vita það í dag í samtali við aðila hjá KSÍ. Ég er nú samt ekki að verða nema 34 ára í sumar.
Þess vegna er ekki hægt að nýta starfskrafta mína í ákveðin verkefni. Það er ekki það sem maður hefur til að bera sem stoppar enda hefur verið hægt að notast við það a.m.k. í neyð sýnist manni.
Það er fúlt að fá svona röksemdafærslu verð ég að játa. Hálfeyðileggur fyrir manni daginn.
En lengra nær það ekki, svona eru hlutirnir stundum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2008 | 12:31
Eðlilegt
Afskaplega eðlileg ráðstöfun. Eiður Smári er ekki í leikæfingu vegna lítils spilatíma hjá sínu félagsliði og því ekki eðlilegt að hann sé fastamaður hjá landsliðinu í slíku ástandi.
Þess vegna er eðlilegt að velja annan fyrirliða sem hefði líklega verið Hermann Hreiðarsson ef hann væri með.
![]() |
Kristján Örn fyrirliði gegn Slóvakíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2008 | 11:48
G-varan grín
Hann hafði alla burði til að vera verulega góður þátturinn með gömlu gríninnslögunum hjá RÚV á laugardagskvöldið.
Og hann var það á köflum, góðum köflum meira að segja.
En það sem eyðilagði þáttinn var kynningarliður hans á milli gömlu innslaganna. Það var úr hemju fram leiðinlegt og þess valdandi að maður gafst upp á að horfa.
En nú má RÚV fara að sýna allt efni sitt aftur og þá gæti þetta horft til betri vegar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.3.2008 | 12:04
Saga dagsins
20.3.2008 | 00:20
Kjörmannatölfræði
Nú er komið að því að ég setji hér inn smá kjörmannatölfræði varðandi Clinton og Obama og kemur í framhaldi þeirrar skoðunar minnar að Clinton sé eiginlega búin að tapa slagnum. Þetta er unnið seinustu vikuna samkvæmt ýmsum upplýsingum, þeim skoðanakönnunum sem ég hef komist í, greiningum stjórnmálaskýrenda vestan hafs og greiningum ýmissa fjölmiðla þar einnig. Þá liggja að baki þessu (að litlu leyti reyndar) skrif í bloggheimum af öllum stærðum og gerðum.
Ég geng út frá því kjörmannafjölda RCP í upphafi en samkvæmt þeim er Obama nú með 1627 kjörmenn og Clinton með 1494.
Tíu prófkjör eru framundan fram í júní og gefa þau 566 kjörmenn. Þá reikna ég ekki með að Flórida og Michigan kjósi aftur en ég kem að því síðar.
Ég reikna með að Clinton vinni í Pennsylvaniu, Indiana, Vestur Virginíu, Kentucky og Puerto Rico. Þá reikna ég með sigri Obama í Guam, Oregon, Montana, Suður Dakóta og Norður Karólínu. Sem sagt fimm sigrar hjá hvoru. En það segir auðvitað ekki allt því þá á maður eftir að skoða kjörmannafjöldann og það kemur hér með prósentutölum innan sviga (nema í Guam).
Pennsylvania. Clinton 95 (60%) - Obama 63 (40%)
Guam. Clinton 1 - Obama 3
Norður Karólína. Clinton 52 (45%) - Obama 63 (55%)
Indiana. Clinton 40 (55%) - Obama 32 (45%)
Vestur Virginia. Clinton 18 (64%) - Obama 10 (36%)
Oregon. Clinton 22 (42%) - Obama 30 (58%)
Kentucky. Clinton 28 (55%) - Obama 23 (45%)
Puerto Rico. Clinton 32 (58%) - Obama 23 (42%)
Montana. Clinton 6 (40%) - Obama 10 (60%)
Suður Dakóta. Clinton 6 (40%) - Obama 9 (60%)
Samtals gerir þetta 300 kjörmenn hjá Clinton í þessum tíu prófkjörum og 266 hjá Obama. Þá er staðan sú að Obama væri með 1893 kjörmenn á bakvið sig en Clinton með 1794. Ennþá væri um 100 kjörmanna forskot hjá Obama að ræða.
Það erfitt að átta sig á fylgi þeirra í hverju ríki fyrir sig en það er óvarlegt að áætla meiri sviptingar í hvora átt en hér er, bæði vegna úthlutunarreglna flokksins varðandi kjörmenn og síðan hvernig þau hafa staðið sig í prófkjörunum hingað til. Niðurstaðan er sú að Obama komi til með að hafa um það bil 100 kjörmanna forskot á Clinton í lokin.
Síðan er það spurningin varðandi Florida og Michigan en þar eru 313 kjörmenn í boði verði kosið þar aftur og allar refsingar flokksins lagðar af. Miðað við skoðanakannanir og fylgi þeirra í þessum ríkjum má gefa sér að Obama fái þar 130-140 kjörmenn og Clinton 170-180. Þar með væri Obama kominn með útnefninguna.
Ýmislegt er á prjónunum varðandi endurteknar kosningar í þessum ríkjum en eftir því sem lengra líður fram á vorið án ákvörðunar minnka líkurnar á því að nokkuð gerist.
Annars væri best fyrir Demókrata að þetta væri klárað strax.