Persónukjör

Það að fara yfir í persónukjör þarf ekki að vera neitt flókið mál, í raun þarf ekki að breyta neinu. Núverandi kosningakerfi býður nefnilega upp á persónukjör í sinni einföldustu mynd.

Það eina sem þarf er upplýsingagjöf um hvernig persónukjörið er útfært í núverandi kerfi og það er tiltölulega einfalt. Tekur smá tíma í kjörklefanum en er einfalt samt sem áður.

Kjósandi strikar einfaldlega út alla aðra frambjóðendur út af þeim framboðslista sem hann hyggst kjósa nema þann einstakling sem hann vill veita atkvæði sitt.

Listinn fær atkvæðið sem og einstaklingurinn en ekki allir hinir á listanum.

Engar flóknar lagabreytingar.

Málið dautt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband