19.11.2009 | 15:46
Styrkur til Breta og Hollendinga
Ég veit ekki með aðra en ég hélt að þessu hefði eiginlega verið öfugt farið en lesa má í yfirlýsingu Landsbankamannsins.
Ljóst er að ríkissjóðir Bretalands og Hollands munu fá um helming af eignum þrotabús Landsbankans. Falli ég og aðrir fyrrverandi starfsmenn frá okkar kröfum mun því helmingur þeirra renna til Breta og Hollendinga. Ég hef ekki áhuga á að styrkja þær þjóðir frekar en orðið er.
Voru ekki Landsbankamenn frekar í því hlutverki að taka frá Bretum og Hollendingum, reyndar kannski ekki ríkisstjóðum landanna en samt.
Og hvernig hefur Yngvi Örn Kristinsson styrkt þessar þjóðir hingað til, það hlutverk lendir á gott betur en honum eða ábyrgðarmönnum bankans.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.