Engar kosningar án skandals og óvæntra uppákoma

Smá skandall á síðustu metrunum á Sjálandi. Socialdemokratinn Tommy Kamp var nefnilega tekinn aðfaranótt laugardags grunaður um ölvun við akstur. Ekki alveg hans meining :

Det er min vurdering, at jeg var i stand til at køre bil, blandt andet fordi jeg i de foregående tre-fire timer ikke havde indtaget spiritus

Lítur ekki vel út fyrir hann því þetta hefur hann gerst sekur um áður en þá sagði hann af sér úr borgarstjórn Köge en nú er hann í framboði til regionsrådet á Sjálandi.

Á Læsö geta svo kjósendur kosið látinn mann því frambjóðandi Socialdemokraterne þar lést í dag og ekki gafst tími til að prenta nýja kjörseðla.

Og hvar annars staðar en í Danmörku geta menn komið fram með það kosningamál að svínakjöt skuli að lágmarki vera 20% af matseðli á öldrunarheimilum landsins. Þetta kosningamál er í boði DF.

Auðvitað spilar svínaflensan rullu í kosningunum sjálfum á morgun því tekin hefur verið ákvörðun um að kjósendur geti haft með sér eigið skriffæri vilji þeir ekki nota blýantinn í kjörklefanum vegna ótta um smithættu. Allt nema stórir tússar eru leyfilegir.

Fyrir utan allt þetta er ég búinn að ákveða hvað ég kýs á morgun en það er meira en hægt er að segja um 500 þúsund aðra kjósendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband