Fleiri molar - Kommunalvalget

Ég sagði frá því í gær að sigurvegarar kosninganna á morgun yrðu líklega SF. Kannanir benda til fylgisaukningar hjá SF í nær öllum kommúnum en aðeins þrjár af 98 eru undanskildar. Það eru þær þrjár sem eru þeirra höfuðvígi og fylgið hefur verið hvað mest. Ein af þessum þremur er Vejle og einmitt þar eru að koma upp vandamál fyrir SF.

Þeirra fyrrverandi borgarstjóri, sem var settur af fyrir fjórum árum innan flokks, hefur keypt dagblaðaauglýsingar þar sem hann segist kjósa Venstre í kosningunum á morgun og hvetur aðra kjósendur til þess sama. Borgarstjórakandidat SF er ekki par sáttur með þetta en málið er að hinn gamli SF borgarstjóri gæti sett strik í reikninginn hjá SF nú.

Það er líka að koma upp á yfirborðið að það er ekki bara Venstre sem fær fyrir ferðina útaf sjúkrahúsmálinu. Bent Hansen, formaður Region Midt, fær líklega afar fá atkvæði í vesturhluta Region Midtjylland á morgun.

Annað kvöld eru svo sjónvarpsumræður formanna stjórnmálaflokkanna á DR, það er að segja allra formannanna nema Lars Lökke. Hann sagði nei takk við þátttökuboðinu og það hleypti heldur betur blóði í andstæðingana, hreint "absúrd" segja þeir. Ég held að hann sé bara þreyttur karlanginn, nýkominn úr dagsferð til Singapúr. Þar sem sjónvarpsumræðurnar eru bara fyrir formenn flokkanna þá var tilboði Venstre um að senda varaformanninn ekki tekið.

Liberal Alliance fór hins vegar þá leið að skipta bara um formann til að hafa rödd í sjónvarpsumræðunum. Þeirra formaður, Anders Samuelssen, er nefnilega í framboði i Horsens og hefur ekki möguleika á þátttöku í umræðunum í Kaupmannahöfn. Sveigjanlegir í LA.

Í Hedensted kommúnu varð svo lítið fár um helgina því einn flokkurinn vildi ekki opinbera skoðanakönnun sem hann lét gera fyrir sig. Ég sé ekki að það skipti máli en það má auðvitað bara nota það að flokkurinn hafi bara komið svo illa út að könnunin sé ekki birtingarhæf.

Svo er það þessi auglýsing frambjóðanda Radikale Venstre í Kaupmannahöfn sem er að fara fyrir brjóstið á einhverjum. Reyndar finnst mér hún fáránleg en hún er bara sátt með hana sjálf, eiginlega svona "tilgangurinn helgar meðalið" dæmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband