1.7.2009 | 21:35
Sturlaðar samgöngur
Þetta var kosningaslagorð Sf fyrir ekki alls löngu. Málið er að svona lagað getur bitið mann seinna gæti maður ekki að.
Það er alveg ljóst að það þarf endurskoðun flestra hluta í ríkisútgjöldum og verkefnum með aðkomu ríkisins eins og staðan er í dag.
Þá þarf stórar kaldar ákvarðanir þeirra sem ráða hlutunum.
Á nýja Íslandi átti kjördæmapot að vera fyrir bí, eða var það ekki?
Samt hefur samgönguráðherra ákveðið að taka Vaðlaheiðargöng framyfir endurnýjun Suðurlandsvegar og það í raun án þess að koma með nein raunveruleg svör hvers vegna. Það á hann hreinlega ekki að komast upp með og slíkt ætti að taka fyrir af ríkisstjórn.
Vaðlaheiðargöng eru mikilvæg fyrir nærliggjandi svæði, það er deginum ljósara. En málið er bara svo einfalt að Suðurlandsvegurinn er mikilvægari og því ætti ekki að vera spurning um röðun þessara verkefna.
En enn á ný kemur draugur úr fortíðinni, sem ætti ekki að eiga heima í stjórnmálum dagsins í dag, fram og traðkar á heildarhagsmununum.........og kemst upp með það.
Ég vonaði að það kæmu ný vinnubrögð fram með sitjandi ríkisstjórn en sú von er að engu orðin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.