4.5.2009 | 21:06
Snáðarnir
Á Íslandi er ekki bara unnið um helgar við að bjarga bönkum og fjármagnseigendum. Það er líka unnið á næturnar um helgar. Og það þrátt fyrir að afrakstur í formi neyðarlaga sé með því verra sem gert hefur verið á síðari árum.
En ráðherrar vinna sko ekki um helgar við að athuga hvort nokkra mola til bjargar heimilum sé að finna í einhverjum skýrsluræflum frá örugglega óhæfum manni í opinberu embætti.
Það eru til ákvæði hjá mörgum vinnandi stéttum sem kveða á um vinnu út yfir eðlilegan vinnutíma, til bjargar verðmætum.
Ég held að ráðherrar ríkisstjórnarinnar ættu að fara á slíka vakt núna og ekki koma af henni fyrr en eitthvað hefur verið gert.
En einmitt þegar við þurftum á því að halda að ráðherrarnir væru karlar í krapinu virðist svo vera að þeir séu allir með tölu einfaldlega snáðar í snjónum.
Og því fer sem fer.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.