21.4.2009 | 18:46
Náði að kjósa í dag
Ég náði að kjósa í dag, hjá ræðismanninum í Horsens. Með smá klækjum reyndar.
Við mættum tímanlega eða korteri fyrir opnum (tímanlega á íslenskan mælikvarða, en ekki endilega danskan).
En konsúllinn var búinn að verja sig ásókn. Lyftan upp á hæðina til hans var læst, fór bara uppá tíundu hæð en ekki elleftu.
Ekki dó maður úr ráðaleysi og tók brunastigann síðustu hæðina.
Auðvitað var hægt að fara í stærri kommúnur í nágrenninu en það er eiginlega lágmark af hálfu konsúls að svara beiðnum um að kjósa sem ég beindi til hans fyrst fyrir einhverjum vikum.
Ætlaði að vera tímanlega en rétt náði þessu í dag eins og áður sagði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og hvað kaustu?
Margrét Sigurðardóttir, 21.4.2009 kl. 19:21
Framsókn auðvitað. En ertu með þessu að segja Ragnar að það sé verið að reyna að koma í veg fyrir að fólk geti kosið utankjörstaða? Ég hef heyrt að fólk sem býr erlendis sé hætt að senda umslögin sín beint til aðalkjörstjórnar, vegna þess að þar hverfi kjörseðlar. Fólk setur annað aumslag utan um og sendir beint til kjórstjórna í sínu heimahéraði. Veit ekki hvað er satt í þessu en ég opnaði eyrun þegar Ástþór fór að vekja athygli á meintri spillingu yfirkjörstjórnar. Getur verið að þar séu kjörseðlar frá námsmönnum erlendis látnir hverfa, það er vitað að margir námsmenn eru frekar vinstrisinnaðir en Sjálfstæðismenn. Spyr sú sem ekki veit.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2009 kl. 10:20
Ég hélt Ásthildur, að menn sendu alltaf beint til kjörstjórna í sínu heimahéraði en ekki til yfirkjörstjórnar. Annars held ég að það láti enginn atkvæði hverfa á Íslandi, þrátt fyrir allt.
En það var auðvitað ekki verið að reyna að koma í veg fyrir að maður kysi en það var bara ekki hugað nægilega vel að þessu, kannski vegna skamms tíma.
Ragnar Bjarnason, 24.4.2009 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.