12.4.2009 | 09:43
Borin von
Ég held að það sé borin von að sjá Ísland nálgast hin norðurlöndin varðandi pólitíska ábyrgð. Þar á almenningur ekki síðri sök en stjórnmálamennirnir sjálfir. Þeir sitja jú sem fastast af því þeir vita að þeir komast upp með það.
Á Íslandi telja menn málinu lokið varðandi risastyrkveitingarnar, bara vegna þess að þeir sem báðu um styrkina hafa gefið sig fram. Engin grundvallaratriði sem þarf að svara fyrir. Á Íslandi hefur það engin áhrif á stöðu manna stjórnmálalega séð að hafa í raun aflað styrkjanna og skverað þeim þeim inn rétt fyrir gildistöku lagasetningar sem styrkirnir fóru hundraðfalt framúr. Jafnvel þó að þú hafir átt sæti í nefndinni sem samdi lögin.
Hér aftur á móti, eru menn teknir alvarlega í gegn fyrir óvenjulega veiðiferðir í boði fyrirtækja. Jafnvel þó menn séu hættir í pólitíkinni. Á hinum norðurlöndunum segja menn af sér þegar þeir nota opinbert greiðslukort til að kaupa bleiupakka, jafnvel þótt endurgreitt sé.
Endurgreiðsla er nefnilega ekki neitt, einungis hjóm, uppþyrlun ryks í besta falli.
En svo lengi sem stjórnmálamenn á Íslandi telja sér fært að haga sér svona þá gera þeir það. Og sú hegðun er ekki í boði þeirra sjálfara eins og svo margt annað heldur allt of stórs hluta almennings.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þar á almenningur ekki síðri sök en stjórnmálamennirnir sjálfir. Þeir sitja jú sem fastast af því þeir vita að þeir komast upp með það.
Þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að reyna að segja. Sárt að fólk skuli ekki vakna og hætta þessu kóeríi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2009 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.