Brandari vikunnar

Það þarf einhvern vel yfir meðallagi í greind, til að útskýra fyrir mér gjörðir og þá röksemdafærslu þeim af hálfu LÍN í minn garð.

Eins og einhverjir námsmenn erlendis, sótti ég um neyðarlán fyrir einhverjum vikum síðan. Stóra fréttin er auðvitað sú að ég fékk úthlutað slíku neyðarláni, líkt og hátt í fimmtíu aðrir námsmenn.

Upphæðin er rúmlega 18 þús. DKR, sem gerir heilmikið fyrir okkur.

En um leið og þessi úthlutun neyðarlánsins á sér stað er framfærsluupphæð vetrarins lækkuð um 10 þús. DKR eða meira en sem nemur helmingi neyðarlánsins.

Þetta er mér illskiljanlegt verð ég að játa. Ég sótti um neyðarlán vegna þess að framfærslulánið  dugði ekki vegna aðstæðna. Ég sótti ekki um neyðarlán til að lækka framfærslulánið.

Hver er hugsunin á bakvið lækkunina?

Æi hann fær svo hátt neyðarlán að það má alveg lækka framfærslulán annarinnar

Eða hvað? Þetta er eiginlega svo fáránlegt að það er næstum því broslegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband