Vonbrigði vikunnar

Vonbrigði vikunnar eru efnahagstillögur Framsóknarflokksins, því miður. Það jákvæða er þó að flokkurinn lagði fram tillögur í efnahagsaðgerðum, eitthvað sem sárlega vantar og enginn annar hefur gert. Það er nánast eins og það sé tabú að fara eitthvað inn á þá sálma.

En það, að ætla sér 20% niðurfellingu á alla er eitthvað sem gengur ekki upp og kemur hreinlega ekki heim og saman við félagshyggjuna sem flokkurinn á að byggja á og a.m.k. grasrót hans gerir. Rauði þráðurinn í henni er að aðstoða þá sem sárlega þurfa á því að halda en ekki dreifa því sem lagt er í björgunaraðgerðir flatt á alla, burtséð frá erfiðleikastigi því sem barist er við. Ég ætla ekki að segja að þetta sé jafnslæm hugmynd og að prenta peninga en það lætur samt nærri.

Það er alveg tími á það núna að Framsóknarmenn taki "höfuðið úr flokksrassgatinu" og ýti forystunni í rétta átt í þessum málum. Þá á ég við málsmetandi fólk á þeim vígstöðvum, ekki einyrka útí heimi eins og mig.

Að þessu sögðu verð ég hins vegar líka að lýsa yfir vonbrigðum með þann fréttaflutning af þessum tillögum á þann veg að þær kosti þetta og þetta mikið. Efnahagsaðgerðir koma til með að kosta mikla peninga en það verður samt að ráðst í þær.

Ef að þær mega ekki kosta neitt þá er alveg eins gott að hætta að tala um þær og láta hlutina bara ráðast. Það kostar reyndar líka peninga og líklega ekki lægri fjárhæðir.

En vonandi opnar þetta almennilega á þá umræðu hvað gert verði til bjargar heimilum og atvinnulífi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband