20.2.2009 | 20:35
Krafa fólksins
Það er krafa fólksins í landinu, hins almenna kjósanda, að það verði endurnýjun í þingliði í komandi kosningum.
En það er næstum því pínlegt að fylgjast með því hve margir taka þetta til sín og demba inn í framboðsyfirlýsingar sínar þessa dagana.
Það gæti verið hætt við því í öllum framboðshamaganginum að hin stóra krafa fólksins gleymist. Nefnilega að verklagi í stjórnun landsins og almennum siðum þar verði breytt einnig.
Það er nefnilega ekki nóg að skipta út fólkinu, það þarf líka að hreinsa verklagið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.