20.2.2009 | 16:07
Ekki sömu mistökin aftur!
Ég vil fá að sjá Framsóknarflokkinn og frambjóðendur hans stíga fram á sviðið þegar kosningabaráttan hefst með skýr skilaboð.
Það fyrsta væri að segja afdráttarlaust að samstarf með Sjálfstæðisflokknum kæmi ekki til greina eftir kosningar. Ekki gera sömu mistökin aftur, þau sem voru gerð 2003.
Þetta eru skýr skilaboð og skýr valkostur.
Ef ég væri í prófkjöri þá væru þetta mín fyrstu skilaboð. Stefnan fengi þá dóm flokksmanna í prófkjörinu.
Síðan vildi ég sjá unnið fyrir heildina en ekki sérhagsmuni þröngs hóps, á félagslegum nótum sem og í anda samvinnuhugsjónarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er bara eins og mælt úr mínum munni...
Hjartanlega sammála þér :).
Kristbjörg Þórisdóttir, 20.2.2009 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.