14.2.2009 | 18:18
Ég get boðið mig fram en ég get ekki kosið!
Niðurstaða kjördæmisþingsins í Mývatnssveit í dag eru mér ákveðin vonbrigði.
Á fjölmennu aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi sem haldið var á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit í dag var ákveðið að kosið yrði um 1.-8. sæti á framboðslista framsóknarmanna fyrir komandi alþingiskosningar á kjördæmisþingi sem haldið verður 15. mars 2009 í Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit. Atkvæðisrétt á því þingi munu allir flokksbundnir framsóknarmenn í kjördæminu hafa
Þetta hefði þó getað verið verra þannig séð. Málið er bara að þetta fyrirkomulag gefur ekki eins mikla þátttöku í uppstillingu listans. Það er auðveldara að kjósa í póstkosningu en að mæta á staðinn á kjördæmisþing, þó svo að allir megi mæta. Kjördæmið er gríðarstórt og um langar vegalengdir að fara og færð á þessum árstíma getur verið æði misjöfn. Þessi atriði hamla mætingu fólks verulega á kjördæmisþing.
Að mínu mati fóru framsóknarmenn í NV- kjördæmi og S- kjördæmi rétt að málum með því að ákveða póstkosningu en leiðin sem valin var í NA- kjördæmi hefði helst átt við í Reykjavíkurkjördæmunum.
Þessi niðurstaða þýðir að ég get boðið fram krafta mína á lista í komandi kosningum en ég get engann veginn tekið þátt í að velja listann.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú getur kosið hjá okkur í Samfylkingunni!
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.