14.2.2009 | 12:57
Fordæmi
Ég er sáttur við ákvörðun Valgerðar Sverrisdóttur, sem hún tilkynnti í dag. Ákvörðun hennar er hárrétt og mætti vera öðrum fordæmi, bæði innan flokks sem utan.
Áður hef ég sagt þá skoðun mína að Siv Friðleifsdóttir ætti að fylgja þessu fordæmi en eins og Valgerður segir í yfirlýsingu sinni:
Við þessar aðstæður er eðlilegt að við sem lengi höfum verið ráðherrar og frambjóðendur fyrir Framsóknarflokkinn stígum til hliðar og gerum mögulega nauðsynlega endurnýjun og kynslóðaskipti í stjórnmálunum.
Þetta er það sem máli skiptir, það þarf að skipta um fólk og ekki síður áherslur.
þessi ákvörðun kemur ekki á óvart og er í takt við þjóðfélagsandann núna en um leið virðingarvert að geta lesið það og brugðist við því á þennan hátt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.