Val á framboðslista

Á morgun eru kjördæmisþing hjá Framsóknarflokknum í öllum kjördæmum, sameiginlegt reyndar fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö.

Eitt af viðfangsefnunum (aðalviðfangsefnið) er hvernig skuli standa að vali á framboðslista flokksins til komandi Alþingiskosninga.

Fyrir mitt leyti og mitt kjördæmi hefði ég eindregið mælt með því að um póstkosningu á milli frambjóðenda að ræða. Póstkosningu sem ekki væri einskorðuð við flokksbundna félaga heldur mætti fólk utan flokksins taka þátt einnig. Nánari útfærslu er ég ekki með í höfðinu en ekki ætti að vera flókið að finna lendingu í því máli.

Framsóknarflokkurinn tók áskorun frá almennum flokksmönnum og fólkinu um að hreinsa aðeins til, skipta um forystu. Hin krafan er ekki síðri að sem flestir geti komið að uppstillingu lista eða komast eins nálægt persónukjöri og hægt er.

Það þýðir ekki að bjóða uppá handröðun fárra eða afmarkaðs hóps. Nýja forystan verður að svara þessu líka ef hún á ekki að daga strax uppi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Sammála þér Raggi,

framtíðin er auðvitað þannig að sem raunverulegast hlutfall sé á milli þeirra kjósenda sem standa að baki hvers frambjóðenda og stöðu hans á lista. Sú leið að kjósendur sjálfir raði frambjóðendum á lista er einnig spennandi og ætti að vera mjög lýðræðisleg.

Póstkosning er líka góð því hún gefur öllum færi á að kjósa t.d. í prófkjöri ef þau eiga að vera.

kv. Kidda.

Kristbjörg Þórisdóttir, 14.2.2009 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband