10.2.2009 | 20:27
Framboðsmál
Það virðist vera að meirihluti núverandi þingmanna ætli að bjóða uppá starfskrafta sína áfram á sama vettvangi.
Þeir eiga hins vegar eftir að fara í gegnum dóm sinna flokksmanna í forvölum, prófkjörum og uppstillingum og því vænti ég þess að framboð þeirra gömlu verði meira en eftirspurn. Ef ekki er það tóm tugga að það sé andi breytinga í loftinu.
Ég sé hins vegar stórar breytingar hjá Framsókn þar sem flestir þeirra þingmanna sem komið hafa að og borið ábyrgð á starfi flokksins á Alþingi innan ríkisstjórnar ætla að hætta eða hafa þegar hætt. Sumir þekkja sinn vitjunartíma og sjá að það er ekki viðeigandi að halda áfram. Leyfa vindi breytinga að feykja sér burt. Hafa bæði séð og fundið kröfu almennra flokksmanna um breytingar og verða við því. Þar hafa menn, a.m.k. stundum, metið málefni framar eigin áhuga á að sitja áfram og þannig gefið svigrúm fyrir umbeðnar breytingar. "Skipta um forystu í Framsókn" krafan hafði nokkuð með að koma þessu verulega á skrið.
Í þessu samhengi er ég síðan hins vegar fullur vonbrigða með ákvörðun Sivjar um að sækjast eftir endurkjöri í komandi kosningum. Hún er hluti þess, sem átti að breyta í flokknum verandi í forystusveit hans í hartnær áratug. Það er einmitt tímabilið sem verið er að biðja um að skipt verði út og hreint út sagt finnst mér hún ekki vera að lesa hlutina rétt. Þá þarf Birkir Jón að gera skýrt upp við fortíðina.
Annars skoðar maður stöðuna áfram.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.