Áhugaverður tími

Ég verð að játa það að þrátt fyrir erfiða tíma gef ég mér færi á því að létta mér stundirnar.

Mér finnst til dæmis skemmtilegur tími í hliðarpólitíkinni um þessar mundir og þar að tala um framboðsyfirlýsingar í komandi prófkjörum eða listauppstillingum flokkanna fyrir komandi kosningar.

Fyrir það fyrsta finnst mér áhugavert að sjá hver vill hvaða sæti hjá hverjum og hvar.

Síðan er áhugavert að skoða hvern þann einstakling sem býður sig fram, það er að reyna að sjá fyrir hvað hann stendur og hvernig hann hefur staðið sig í þeim málum sé um slíkt að ræða.

Svo er ekki síður áhugavert finnst mér, að sjá hvernig mönnum reiðir af eftir að allt er til lykta leitt. Hvernig menn taka niðurstöðunum þegar þær líta dagsins ljós.

Aldrei að vita nema maður eyði nokkrum færslum í þetta á næstunni ef tími vinnst til.

Ég er þeirrar skoðunar að þeir þingmenn sem setið hafa lengur en 6 ár þurfi til dæmis að hafa verulega sterk rök fyrir því að fá brautargengi, bæði frá þeim sem velja þá á framboðslista og síðan í sjálfum kosningunum. Þeir þurfa að standa skil á mörgum atriðum nefnilega og úr ýmsum áttum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband