5.2.2009 | 13:00
Það sem er ekki á dagskrá
Það var varla búið að afhenda nýjum ráðherrum ráðuneytislyklana þega Össur og Kolbrún voru farin að mistúlka texta stjórnarsáttmálans. Þetta virðist vera sérfræðisvið Samfylkingarfólks.
Málið er bara að þau voru að eyða kröftum sínum í eitthvað algjörlega óþarft, tímaþjóf sem enginn hefur neitt með að gera nákvæmlega núna.
Núverandi ríkisstjórn hefur annað og meira að gera heldur en karpa um álver á Bakka og orkusölu af Þeistareykjasvæðinu. Næstu þrír mánuðir í yfirstjórn landsins hafa ákaflega lítið með það að gera. Önnur atriði eru hreinlega meira aðkallandi og þurfa skjótari úrlausnar við.
Þeim tveimur er að vísu pínu vorkunn því fjölmiðlar áttu nú sinn þátt í þessari uppákomu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.