3.2.2009 | 19:32
Túlkun skoðanakannana enn og aftur
Nú er því slegið upp að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærsti flokkurinn samkvæmt nýjustu könnun. Sé alveg heilu prósenti ofar Samfylkingu.
Auðvitað er ekki heil brú í þessu. Skekkjumörkin sjá til þess. Könnunin segir okkur ekkert meira en þrír stærstu flokkarnir séu á svipuðu róli, D, Sf og VG.
Og tölurnar á bakvið þetta? Rúmlega 400 sem taka afstöðu sem gefur D um 120 stig, Sf tæplega 120 stig og VG rúmlega 100 stig. Framsókn síðan í kringum 60 stig og Frjálslyndir tæplega 10.
Tölurnar eru líka bara þannig að þetta getur ekki gefið neitt annað en veika vísbendingu. Flokkarnir eru svo missterkir líka eftir landssvæðum og um fimmhundruð manns sem svara geta ekki gefið meira en vísbendingu.
En endilega ekki nota svona rangar fyrirsagnir um niðurstöður skoðanakannana takk fyrir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:58 | Facebook
Athugasemdir
Úr vondu í verst: Lygi, haugalygi, tölfræði...
Sigurður Ingi Jónsson, 3.2.2009 kl. 20:42
Það var nú fyrsta kynningin á tölfræðinni já......en það er allt í lagi að þeir sem umgangast hana og ætla má að vilji ekki endilega ljúga með henni sleppi því þá.
Ragnar Bjarnason, 3.2.2009 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.