2.2.2009 | 23:28
Viðskiptavinum banka skilað
Þegar Roskilde banke fór yfirum hér í Danmörku, eða því sem næst, þá var brugðið á það ráð að selja hann einum þremur öðrum bönkum, Nordea (sem við hættum viðskiptum við eftir áratuga viðskiptasamband), Spar Nord og Arbejdernes Landsbank.
Það sem þeir gerðu var síðan að velja úr viðskiptavini og "skila" síðan 6000 viðskiptavinum aftur til baka. Úrhrök sem þeir gátu ekki notað. Þar á meðal var einn ellilífeyrisþegi sem hafði verið viðskiptavinur RB í áratugi og meira að segja keypt hlutabréf í honum fyrir á annað hundarð þúsund DKR. Það missti hann auðvitað þegar bankinn fór yfirum og um leið varð hann varhugaverður viðskiptavinur.
Annars eru dönsku bankarnir ekkert að tvínóna við hlutina. Veit af einum sem fór yfir á reikningnum sínum í íslenska bankahruninu vegna tregðu við yfirfærslu frá Íslandi. Hann fékk hreinlega reisupassann. "Þegar þú færð millifærsluna þá gerir þú upp þína skuld hér og ferð héðan".
Harðir á sínu, kannski hefði íslenska kerfið mátt læra eitthvað af því danska.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.