1.2.2009 | 19:30
Ægisvald ráðherra burt
Ég vona svo sannarlega að um þessar mundir séum við að lifa breytingar í íslenskum stjórnmálum. Þeirra er virkilega þörf, stjórnsýslan þarf að vera gegnsærri og stjórnmálaumræðan síðan að snúast meira um málefni og leiðir en verið hefur.
Eitt af því fyrsta sem þarf að víkja er ægisvald ráðherra sem verið hefur við lýði.
Ég held að þetta stjórnarform, sem nú er tekið við, geti opnað augu stjórnmálamanna fyrir því að það er hægt, og það á auðvitað að vera hægt, að hafa áhrif án þess að vera ráðherra. Þannig getum við séð umræðuna og stjórnunina miklu frekar færast yfir í hugmyndafræði frá persónum og einstaklingum.
Framgangur málefna liggi til grundvallar en ekki framgangur einstaklinga eða persóna í ráðherraembætti þar sem valdið liggur. Ráðherrastarfið verði þannig verkefni við að útfæra stefnu og hugmyndir en ekki hreint og beint stjórnunarstarf einræðisherrans.
Þetta þarf að gera algjörlega skýrt í nýrri stjórnskipun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.