Einn til

Magnús kom bara eins og kallaður og tók af skarið. Hættur í vor, eiginlega eins og ég bað um í stuðningsyfirlýsingu minni við Guðmunds Steingríms.

Þá eiga einungis Siv og Valgerður eftir að gefa upp fyrirætlanir sínar varðandi áframhald í stjórnmálum. Fyrir utan auðvitað Höskuld og Birki Jón en ég held að þeirra fyrirætlanir séu augljósar.

Það er mikil þörf fyrir endurnýjun, nýja starfskrafta sem eru ómengaðir af fyrri mistökum. Einhverja sem eru tilbúnir í að skapa traust og trúverðugleika í komandi endurskipulagningu.

Varðandi núverandi stjórnarmyndun vil ég meina að einn eða tveir dagar til skipti ekki höfuðmáli. Það sem skiptir máli eru aðgerðir næstu vikna og mánaða.

En ég er samt langt í frá hrifinn af þessum töfum, jafnvel þó ég vilji hafa sem mest á hreinu varðandi hlutina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband