30.1.2009 | 20:01
Töfin og taugarnar
Það stendur ekki á taugaveiklunarviðbrögðum vegna tafa á kynningu nýrrar ríkisstjórnar. Aðalstefið er auðvitað að búa til grýlu úr Framsókn, það strandar allt þar.
Þá er stutt í spunann um að þetta hafi bara verið bragð til að komast í stjórn með Sjálfstæðismönnum. Það er auðvitað veruleikafirring því slíkt stjórnarsamstarf er ekki í spilunum. Það voru stóru mistökin fyrir sex árum og þau verða ekki gerð aftur.
Félagshyggjan og fólkið er það sem málið snýst um og Framsókn skar á hnútinn sem kominn var í landsstjórnina með tilboði sínu um minnihlutastjórn að uppfylltum þremur skilyrðum. Þegar vantar uppá að eitt skilyrðið sé uppfyllt þarf einfaldlega að bæta úr því.
Ég veit ekki betur en það sé einnig aðalstef ríkisstjórnarflokkanna verðandi og því sé ég ekki vandamál í þessu og þaðan af síður taugaveiklunarástæðu.
Hitt er svo annað að það hefði átt að vera búið að ganga frá þessu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þjóðin á ekki að þurfa að þola meiri tafir. Sigmundur Davíð sagði sjálfur strax eftir hrunið að hver dagur, hver klukkustund væri dýrmæt því eignir væru að brenna upp!
Hann fellur á eigin bragði ef það er ekki eitthvað stórkostlegt töfrabragð í spilunum til að bjarga þjóðinni!
Vilborg Traustadóttir, 31.1.2009 kl. 00:41
Við stefnum á sama hlutinn, leiðin þarf bara að vera eins skýr og hægt er. Þetta smellur á morgun, verður að gera það svo hægt sé að grípa til óspilltra málanna á mánudag.
En þú veist jafnvel og ég að það er ekki um að ræða eitthvert stórkostlegt töfrabragð í gangi, slíkt er ekki til. Bara komast eins nálægt því að kortleggja leiðina og hægt er.
Öndum rólega í einn dag til en ef um er að ræða einhvern sirkus verð ég fyrstu manna til að fordæma það, ásamt öllum öðrum Framsóknarmönnum. Það er verið að fjalla um þjóðarhag en ekki flokkshagi.
Ragnar Bjarnason, 31.1.2009 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.